KVENNABLAÐIÐ

Fjöldamorðinginn Ted Bundy kenndi klámáhorfi um morðin

Ted Bundy er nafn sem lætur manni renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann er þekktastur fyrir að vera einn helsti fjöldamorðingi Bandaríkjanna. Glæpir hans voru hryllilegir og hann nauðgaði og myrti 30 konur eða fleiri. Netflix sýnir nú heimildarmynd um ódæðismanninn:. „Conversation to With a Killer: The Ted Bundy Tapes,“ en Ted Bundy var tekinn af lífi fyrir nákvæmlega 30 árum síðan í Flórídaríki.

Síðasta viðtalið sem hann veitti talaði hann mikið um hvaða áhrif klám hefði haft á hann á mótunarárum og hvernig hann hefði orðið ónæmur fyrir hlutgervingu kvenna og ofbeldi.

„Sú tegund kláms sem er mest eyðileggjandi er sú sem inniheldur ofbeldi og kynferðisofbeldi,“ segir hann.

Taka verður þó yfirlýsingum Teds með fyrirvara, því hann var að öllum líkindum siðblindingi sem reyndi að segja í viðtölum það sem „fólk vildi heyra.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að fólk geti orðið háð klámi er nákvæmlega engin tenging á milli þess og fjöldamorða. Klámáhorfandi er ekki liklegur til að tileinka sér ofbeldisfulla hegðun og ekki verða allir klámáhorfendur háðir klámi.

Þegar það hefur verið tekið fram er vert að taka líka fram að ofbeldisklám – sem er viðtekið – hefur áhrif á marga í dag.

Hvort Ted Bundy var að segja sannleikann eður ei í þessu síðasta viðtali er ýmislegt sem taka má til athugunar.

Klámáhorf „normaliserar“ kynferðisofbeldi

Fyrir nokkrum árum síðan rannsakaði teymi 50 vinsælustu klámmyndirnar – þær sem voru keyptar og leigðar. Af 304 senum var í þeim 88% líkamlegt ofbeldi og í 49% mátti finna munnlegt ofbeldi. Aðeins ein sena af 10 innihélt ekki ofbeldi og senan sem var í meðallagi innihélt 12 líkamlegar eða munnlegar árásir.

Í 95% tilfella brugðust fórnarlömbin (langoftast konur) við með því að taka ekki eftir ofbeldinu eða bregðast við með unun. Með öðrum orðum: Fólk í klámi verður fyrir barsmíðum og brosir sig í gegnum það.

Við erum ekki að staðhæfa að allt klám innihaldi ofbeldi en jafnvel klám án ofbeldi hefur áhrif á þá sem horfa. Langoftast eru karlmenn sýndir sem þeir sem eru við völd og konurnar eru undirgefnar og hlýðnar. Ef þú horfir á senu eftir senu þar sem þetta viðgengst virðist allt bara eðlilegt. Þetta veikir stöðu kvenna umtalsvert án þess að margir ræði það opinskátt. Rannsóknir hafa sýnt að klámáhorfendur (þrátt fyrir að það sé ekki ofbeldisfullt) eru líklegri til að styðja alhæfingar sem hampa ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum og stúlkum.

Auglýsing

Klámáhorfendur eru tengdir ágengri hegðun

Margar rannsóknir sýna að klámneytendur (bæði ofbeldisfulls og ekki ofbeldisfulls) eru líklegri til að nota munnlegar þvinganir, eiturlyf og áfengi til að hvetja til kynlífs. Klám breytir ekki bara viðhorfum, það mótar gjörðir og hegðun fólks. Margar rannsóknir sýna að þeir sem horfa á ofbeldisfullt/ekki ofbeldisfullt klám eru ágengari í hegðun, bæði þeir hafa fantasíur sem tengdar eru ofbeldi og nýta sér ofbeldi til að fá kynlíf.

Ef þú efast um þetta, hvernig klám breytir því hvernig einstaklingur hugsar og hvað hann gerir, má skoða áhrif kláms á heilann (Ath: How Porn Changes The Brain). Heilar okkar hafa taugafrumur sem „spegla“ – það þýðir að þegar við sjáum aðra gera hluti hefur það áhrif á okkur. Þetta er ástæða þess að við grátum yfir sorglegum bíómyndum eða við verðum reið eða hrædd við áhorfið.

Þegar við horfum á klám förum við að bregðast við tilfinningum leikaranna sem við sjáum. Neytandinn örvast við það sem hann sér, það er eins og hann í raun sé sjálfur að upplifa hlutinn. Þannig, ef manneskja verður örvuð við að sjá mann eða konu barða eða niðurlægða, getur heilinn farið að tengja slíkt ofbeldi við kynferðislega nautn.

Til að gera þetta enn verra, þegar klámmyndir sýna fórnarlömb ofbeldis sem virðast sætta sig við eða njóta þess að vera meidd, þá fer áhorfandinn að trúa að fólk vilji láta koma fram við sig á þann hátt, sem gefur þá leyfi til að hegða sér eins.

Klám lætur neytendur halda að ofbeldi sé æsandi og í lagi

Klámneytendur gætu hugsanlega sagt sér sjálfum að klám hafi engin áhrif á þá, þeir séu ekki blekktir til að trúa að það geti komið inn hugmyndum hjá þeim. Rannsóknir sýna annað. Það eru sönnunargögn sem sýna að klám lætur neytendur frekar styðja ofbeldi gagnvart konum, að þeir trúi að konur vilji allar að þær njóti þess að vera nauðgað. Þetta birtist í því að beita munnlegu ofbeldi, þvinga einhvern til kynlífs, tilfinningalega kúga fólk, hóta, ljúga, blekkja eða beita líkamlegu ofbeldi.

Klámáhorf breytist oft í gegnum feril notandans. Kannski naut hann ekki ofbeldisfulls kynlífs til að byrja með, en það gæti breyst (Ath: Why Consuming Porn Is An Escalating Behavior.) Því lengur sem neyslan á sér stað, því líklegra er að þeir leiti í meira „sjokkerandi“ harðgerðara efni. Því meira ofbeldiskláms sem er neytt, því líklegra er að notendur styðji ofbeldi og hegði sér á ofbeldisfullan hátt sjálfir. Þeir sem höfðu oft horft á ofbeldiskynlíf voru sex sinnum líklegri en aðrir að nauðga einhverjum.

Svo, var klámi um að kenna að Ted Bundy varð eins og hann varð?

Það er engin leið til að vita það. Ef hann átti við klámfíkn að stríða var það ekki ólíklegt að það hafði áhrif á ógeðfelldar athafnir hans, miðað við hvað rannsóknir sýna.

Ekki munu allir klámneytendur breytast í Ted Bundy en það gerir klám ekki ónæmt fyrir gagnrýni eða þá fullvissu að það sé skaðlaust. Þú þarft ekki að vera sammála þessum rannsónum til að skilja mikilvæg skilaboð: Það er furðulegt að samfélagið samþykki skilaboð klámmynda á meðan verið er að berjast fyrir jafnrétti kynjanna og að kynferðisofbeldi hætti.

Stór hluti þeirra sem nota klám daglega fá þau skilaboð að auðmýking og ofbeldi sé eðlilegur hluti kynlífs, þannig eigi kynlíf bara að vera. Þetta gerir komandi kynslóðum erfiðara fyrir að undirbúa sig fyrir ástrík, nærandi sambönd og veldur vanda í samböndum.

Við verðum því að gera eitthvað í því að vekja athygli á því að klám er ekki skaðlaust, þvert á móti. Áður en kláms er neytt, skoðaðu afleiðingarnar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!