KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle lokar leynilegum Instagramreikningi vegna óvæginna ummæla nettrölla

Það hefur reynst Meghan Markle allt annað en auðvelt að verða hluti af bresku konungsfjölskyldunni og missa frelsið. Hertogaynjan af Sussex ákvað á dögunum að loka leynilegum Instagramreikningi eftir að hafa séð hvað netttröll voru að segja um hana.

Auglýsing

„Hún lokaði augljóslega sínum eigin reikningi, en hafði falskan til að fylgjast með vinum sínum,“ sagði innanbúðarmaður í viðtali við The Sun. „Það var verið að skrifa ógeðfellda hluti um hana og hún sá það og leið illa vegna þess.“

Áður en Meghan hitti Harry var hún með lífstílsblogg á Insta sem kallaðist „The Tig.“ Um leið og trúlofunin var tilkynnt lokaði hún því og bjó til annan reikning.

Auglýsing

„Ummælin snertu hana djúpt og hún ákvað svo, rétt fyrir jól, að loka reikningnum til að halda geðheilsunni. Hún er mjög einangruð og líður ekki vel.“

Ásamt deilum hennar við Kate Middleton og baráttu við erfiða fjölskyldu hefur hún átt í erfiðleikum með að halda starfsfólki. Einnig hafa henni borist hótanir. Hún hefur áhyggjur af öryggi sínu og Harry ber þær áhyggjur einnig.

„Henni finnst hún ekki örugg. Hún fer ekki út ein, án öryggisgæslu. Það eru ákveðnir hlutir sem hún hefur áhyggjur af, m.a. að verða fyrir líkamlegri árás.“

Harry hefur fengið hótanir frá Neo-Nasistum fyrir að hafa gifst konu af blönduðum uppruna: „Harry er afskaplega verndandi og vill ekki að hún sé í neinni hættu. Það er skiljanlegt að Meghan sé óróleg. Hún vill ekki hætta á neitt, sérstaklega vegna barnsins.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!