KVENNABLAÐIÐ

Brad Pitt og Charlize Theron sögð vera að hittast

Leikkonan Carlize Theron og leikarinn Brad Pitt eru sögð vera að hittast og sagt er að fyrrum unnusti hennar, Sean Penn hafi kynnt þau.

Dagblaðið The Sunday Sun segir að mikið neistaflug sé á milli parsins og þau hafi verið afar náin í teiti sem átti sér stað í síðustu viku.

Auglýsing

Er sagt að sambandið hafi hafist í kringum jólahátíðina í fyrra. Charlize hefur nú þegar heimsótt Brad heim í húsið hans í Loz Feliz hverfið í Los Angeles.

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize hætti við að giftast Sean Penn árið 2015 og Brad skildi við Angelinu árið 2016.

Brad (55) og Charlize (43) eru bæði þekkt fyrir að hafa átt í samböndum við aðrar stórstjörnur.

Heimildarmaður segir: „Þau hafa verið að hittast í mánuð núna. Þau hafa verið vinir í einhvern tíma – kaldhæðnislega í gegnum Sean – en hlutirnir hafa þróast hratt.“

Auglýsing

Nú um helgina sáust þau saman eftir að hafa farið á forsýningu sitthvorrar myndirnar, Brad á myndina „If Beale Street Could Talk“ sem hann framleiðir, á heimili í Hollywood Hills. Charlize var sérstakur gestur á forsýningu „Roma“ sem sýnd var á hótel Chateau Marmont.

„Brad fór á chateau eftir sína sýningu, skipti um föt og sátu þau saman á barnum. Hún fékk sér vodkakokteil en hann vatnsglas. Þau létu afar vel að hvort öðru og hann hélt utan um hana. Svo blikkaði hann hana. Brad leit út fyrir að vera á góðum stað – bæði voru afar glöð í návist hvors annars.“

Brad er hættur að drekka eftir hjónabandið við Angie. Leikarinn átti í frægum samböndum við Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston.

Charlize, sem á tvö ættleidd börn, var í samböndum við Keanu Reeves, Ryan Reynolds og Alexander Skarsgard.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!