KVENNABLAÐIÐ

Hættið að sprengja flugelda ólöglega um áramótin!

Krummi minn (chihuahua) er dauðhræddur á áramótunum. Ekki bara 31. desember og 1. janúar heldur eru þessar tvær, þrjár vikur þrungnar spennu því hann skilur ekki hvað er í gangi. Hann heldur að það sé komið stríð. Vinsamlega athugið reglugerðina varðandi að kveikja á flugeldum um áramót:

Auglýsing
Almenn ákvæði.
2. gr.

Almenn notkun og sala á skoteldum til almennings er óheimil, nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum nema á skoteldum í flokki 1 sem má nota allt árið. Smásala annarra skotelda er aðeins heimil á viðurkenndum sölustöðum.

Undanþegnir hinu almenna banni um notkun skotelda utan tímamarka, sbr. 1. mgr., eru framleiðendur og innflytjendur vegna prófunar á skoteldum, þeir sem hafa fengið leyfi fyrir skoteldasýningum og þeir sem hafa fengið sérstakt leyfi lögreglustjóra til að nota skotelda við leiksýningar, kvikmyndagerð og þess háttar.

Á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá miðnætti til kl. 9.00 að undanskilinni nýársnótt.

Auglýsing
8. gr.

Notkun skotelda er bönnuð við staði þar sem þeim er pakkað, þeir seldir eða geymdir og í nálægð við aðra staði þar sem eldfim efni er að finna.

Flugelda má ekki nota innan þeirra fjarlægðamarka sem hér greinir:

a)100 metra frá mannvirkjum sem gerð eru úr sérstaklega eldfimum efnum, stöðum þar sem eldfim efni eru geymd, timburgeymslum, brennanlegum umbúðum og þess háttar, geymslustöðum eldfimra vökva og gaskútum.
b)200 metra frá skóglendi, lynggrónu landi eða öðrum viðkvæmum gróðri.

Notkun stærri skotelda en þeirra sem falla undir 2. flokk, annarra en flugelda, er bönnuð innan eftirgreindra marka:

a)50 metra frá mannvirkjum sem gerð eru úr sérstaklega eldfimum efnum, stöðum þar sem eldfim efni eru geymd, timburgeymslum, brennanlegum umbúðum og þess háttar geymslustöðum eldfimra vökva og gaskútum.
b)100 metra frá skóglendi, lynggrónu landi eða öðrum viðkvæmum gróðri.

Almenn notkun skotelda á lóðum elliheimila og sjúkrahúsa er bönnuð.

Undanskildir ofangreindum fjarlægðamörkum eru smærri skoteldar, svo sem stjörnuljós, handblys og þess háttar sem hægt er að hafa fulla stjórn á, en við notkun þeirra skal hafa sérstaka gát í nánd við eldfimt umhverfi.

Sérstakt tillit til dýra skal viðhaft við meðferð skotelda og við gripahús er notkun þeirra bönnuð.

Hægt er að beita viðurlögum ef ekki er þessu framfylgt:

36. gr.
Refsingar.

Brot á reglum varðar sektum eða fangelsi allt að fjórum árum, sbr. VII. kafla vopnalaga nr. 16 frá 25. mars 1998, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!