KVENNABLAÐIÐ

Bára er „Marvin“ – fötluð hinsegin kona

Margir hafa velt fyrir sér hver „Marvin“ væri – uppljóstrarinn á Klaustri. Bára Halldórsdóttir, öryrki og fötluð hinsegin kona tók upp allt samtalið og kom því til Kvennablaðsins ásamt Stundinni sem hefur nú tekið ítarlegt viðtal við Báru þar sem hún greinir frá því að fyrir tilviljun var hún stödd á Klaustri þegar hún kannaðist við nokkra þingmenn í salnum.

Auglýsing

Bára hafði ekki setið lengi þegar hún fór að leggja eyrun við, ekki annað hægt þar sem þeir töluðu svo hátt.

Segir hún:

Er þetta í alvörunni eðlileg hegðun af hálfu þjóðkjörinna fulltrúa, þingmannanna okkar? Er þetta ekki akkúrat sú orðræða sem við erum nýbúin að vera að berjast gegn með MeToo og svo framvegis, og er bara í lagi að valdamiklir menn sitji og tali svona, hátt og skýrt á kaffihúsi eins og ekkert sé?

Auglýsing

Tók hún því upp samtalið á gamlan og brotinn Samsung síma áður en hún kom því til fjölmiðla og var því ekki um neinn háþróaðan hlerunarbúnað að ræða.

Viðtalið í Stundinni má lesa HÉR

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!