KVENNABLAÐIÐ

Yngsti lottóvinningshafi Bretlands ætlar að borga karlmanni milljón fyrir verða kærastinn sinn

Jane Park, sem var aðeins 17 ára gömul þegar hún vann Euromillion pottinn, vonar nú að ástin sé föl fyrir fé. Hún vill borga rétta manninum 60,000 sterlingspund (um 9,6 milljónir ISK) á ári fyrir að verða kærastinn sinn.

Auglýsing

Eftir að hún vann peningana hefur óheppni í ástum elt hana á röndum og nú situr hún ein að öllum peningunum. Jane er nú að setja af stað heimasíðu þar sem gaurar geta sótt um og fá þeir 10 milljónir á ári í „vasapeninga“ svo þeir geti boðið henni út að borða og svona.

0 loo

Mun allt verða fest á filmu, þ.e. undirbúningsferlið og umsækjendur til að verða hluti af heimildarmynd sem sýnd verður á næsta ári. „Jane er svo frábær manneskja og hefur svo margt að gefa en hún er einmana eftir að hún vann og hún er búin að vera skelfilega óheppin. Hún er aldrei viss um hvort karlmenn elski hana í alvöru eða þeir elski peningana hennar. Þess vegna vill hún hafa allt uppi á borðinu. Jane er óörugg og er hrædd um hvað fólk kunni að gera henni og hverjir hvatar þess eru. Hún vill borga fyrir einhvern sem er hliðhollur henni í alvöru,“ segir nafnlaus heimildarmaður og vinur Jane í viðtali við Mirror.

Auglýsing

Jane var að hitta Sam Callahan sem komst í úrslit í X Factor árið 2016 en hann hélt framhjá henni. Svo var hún að hitta fótboltagaurinn Jordan Piggott sem braut hjarta hennar.

Hún sér eftir frægðinni og veseninu sem fylgir öllum þessum peningum, en hún hefur farið í lýtaaðgerðir og skemmt sér víða um heim. Áður var hún að vinna í búð fyrir þúsundkall á tímann. Henni fannst þó lífið auðveldara þá.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!