KVENNABLAÐIÐ

Konan sem hefur sofið hjá 20 draugum er nú komin „á fast“ með ærsladraugi

Amethyst Realm sem er orðin heimsþekkt fyrir að tjá sig mjög frjálslega um kynlíf sitt með draugum er nú trúlofuð ærsladraugi. Það sem byrjaði með saklausu daðri með áströlskum draugi hefur nú þróast í raunverulega ást hjá bresku konunni. Í raun hefur draugurinn beðið hana að trúlofast sér og hún játast honum.

Auglýsing

Eins og Sykur hefur greint frá hætti Amethyst að sofa hjá karlmönnum eftir að hafa prófað yfirnáttúrulegt kynlíf. Hún var þó ekki að leita að neinu sambandi þegar hún var í fjallgöngu í Ástralíu og fann fyrir nálægð vofu. Neistar flugu og sagðist hún aldrei hafa upplifað annað eins.

Bjóst Amethyst ekki við neinu sérstöku eða alvarlegu þar sem andar vilja helst halda sig á einum stað, en svolítið magnað gerðist í fluginu á leiðinni heim: Hún fann fyrir návist elskhuga síns í flugvélinni og var hann ekki í farangursrýminu. „Ég trúði þessu ekki. Ég var glöð og spennt – svo spennt að við þurftum að gera eitthvað í því. Svo við fórum á klósettið í flugvélinni,“ sagði hún í viðtali við Sun. „Og, já…nú er ég meðlimur í Mile High klúbbnum.“

Auglýsing

Þetta var fyrri níu mánuðum síðan og nú er sambandið orðið svo alvarlegt að hún vill giftast drauginum og eignast barn með honum.

Í síðustu viku fór parið í bíltúr til Wookey Hole hellanna í Bretlandi og þar fékk hún bónorðið: „Hann fór ekki á hnéin, því hann hefur ekki hné. En ég heyrði hann í fyrsta sinn tala. Ég heyrði röddina og hún var svo falleg. Djúp, kynþokkafull og alvöru.“

Nú er parið að ákveða hring en hefur ekki tekið ákvörðun. Amethyst vill, að sjálfsögðu, hring með amethyst (blákvarsi) en hún ætlar að leyfa honum að ákveða.

Þau ætla að ganga í það heilaga að heiðnum sið, en þá eru hendur þeirra bundnar saman sem er tákn um samruna þeirra: „Brúðkaupið verður í breskri sveit, við höfum ekki talað um smáatriðin enn, en þetta verður stórt.“

Amethyst segir að orka draugsins sé meira kvenlæg en karllæg en játar: „Ef þú ert að sofa hjá draugi kemur það ekki kyni neitt við. Draugar eru tilfinninganæmari og slyngari en hinn venjulegi gaur. Það er alltaf meiri tenging, því kynlífið er svo miklu meira en líkamlegt. Það kemst ekkert mannlegt kynlíf í líkingu við það. Eini munurinn er að ég get ekki séð hann.“

Hér fyrir neðan er viðtal við Amethyst: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!