KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Mischa Barton undirbýr endurkomu sína í Hollywood

Mischa Barton (32) er nú í óða önn að undirbúa sig að koma aftur inn á sjónarsviðið eftir mörg ár í neyslu og rugli. Fyrrum O.C. stjarnan hefur verið í samningaviðræðum við endurgerð á MTV þáttunum The Hills og munu þeir verða frumsýndir árið 2019 .

Hún vill að sjálfsögðu líta sem best út og telur að til að hún geti myndast vel í nærmynd þurfi hún hinar ýmsu lýtaaðgerðir og taka sig á í ræktinni: „Að fá þetta The Hills „gigg“ er líflína fyrir Mischa og hún er sannfærð um að þetta sé tækifærið hennar til að komast aftur á toppinn“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Hún vill vera fallegri en nokkru sinni fyrr og er ekki að spara neitt til að það geti heppnast,“ segir hann og bætir við að hún sé búin að ráða einkaþjálfara, næringarfræðing og stílista ásamt því að kaupa ógrynni af snyrtivörum ásamt aðgerðum og lyftingum. „Hún æfir á hverjum degi og borðar lágkolvetnafæði.“

Auglýsing

Í nýju þáttunum mun Mischa vera í sama félagsskap og áður, ásamt börnum, vinum og nýjum andlitum. Heidi og Spencer Pratt verða á sínum stað ásamt Brody Jenner, Audrina Patridge, Whitney Port, Jason Wahler, Stephanie Pratt, Justin Bobby og Frankie Delgado.

Mischa varð fræg á einni nóttu, þá 17 ára gömul í The O.C. sem voru frumsýndir árið 2003. Þegar tökum var hætt árið 2007 fór líf hennar gersamlega úr skorðum. Bæði átti hún í lagalegum vandræðum sem og með andlega heilsu sína og neyslu.

Einnig fór hún fyrir rétt í fyrra þar sem hennar fyrrverandi, Jon Zacharias, ætlaði að selja kynlífsmyndband með þeim.

 

Ferillinn fór fjandans til og átti hún misheppnaða innkomu í þættina Dancing with the Stars.

Nú ætlar hún að gefa allt í nýja ferilinn og hún vill endurheimta fyrri frægð og frama.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!