KVENNABLAÐIÐ

„Má ég spyrja þig eina spurningu? „Nei,“ sagði ég „en þú mátt spyrja mig einnar spurningar!“

Eva Hauksdóttir skrifar um íslenskt málfar:

„Má ég spyrja þig eina spurningu?“ sagði stúlkan.

„Nei,“ sagði ég „en þú mátt spyrja mig einnar spurningar eða margra spurninga og þú mátt spyrja mig um hvað sem þú vilt.“

„Ókei þá, má ég þá spyrja þig um eina spurningu?“ sagði hún, dauðþreytt á þessum endalausu leiðréttingum. Ég skil vel að henni hafi ekki þótt orðalagið má ég spyrja þig um eina spurningu eðlilegra en má ég spyrja þig eina spurningu.

Auglýsing

Fallegra væri að segja: Má ég spyrja þig einnar spurningar? Má ég spyrja þig um dálítið? Má ég spyrja að svolitlu? Má ég spyrja þig út í þetta? Eða, ef við viljum vera formleg: Má ég leggja fyrir þig eina spurningu?

Og þá man ég eftir nokkrum dæmum um fullorðið fólk sem vill fá að leggja undir mig nokkrar spurningar. Þetta er skelfilegt málfar og ef ég væri raunverulega fasisti myndi ég leggja til að það yrði gert skaðabótaskylt að særa málkennd sannra íslenskufasista með svo hroðalegum ambögum. Ég er aftur á móti fús til að svara spurningum sem eru lagðar fyrir mig og segja skoðun mína á máli sem er borið undir mig.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!