KVENNABLAÐIÐ

Tveggja ára setti allt sparifé fjölskyldunnar í seðlum í pappírstætarann

Fjölskylda í Utahríki, Bandaríkjunum, hafði lagt til hliðar meira en 1000 dollara (um 120.000 ISK) til að safna fyrir miðum á úrslitaleik. Í Umslagi geymdu þau 1060 dollara en umslagið var svo hvergi að finna. Þau fundu að lokum sökudólginn: Tveggja ára son sinn.

Auglýsing

Ben og Jackee Belnap sneru við öllu í húsinu og var um algera ráðgátu að ræða. Þau leituðu m.a. í ruslinu og fundu þá seðlana sundurtætta. „Í svona fimm mínútur fórum við í gegnum þetta og sögðum ekki neitt,“ sagði Jackee í viðtali við KSL. „Við vissum ekkert hvað við ættum að gera og sagði: „Jæja, þetta yrði frábær saga í brúðkaupi einhvern daginn.“

Auglýsing

Leo, sonur þeirra, varð mjög áhugasamur þegar hann sá mömmu sína tæta niður fjöldapóst: „Leo hjálpaði mér að setja skjöl og annað í pappírstætarann. Okkur grunar að hann hafi gert það sama við peningana.“

Þetta er þó ekki tap fyrir fjölskylduna. Þau geta farið með þá í ráðuneytið US Department of Treasury Mutilated Currency Division og fengið þeim skipt fyrir brakandi nýja seðla. Það mun þó taka einhvern tíma, eins og gefur að skilja – að setja alla saman á ný. Ben sagði: „Ég hringdi í ráðuneytið og mér var sagt að ég ætti að setja seðlana í Ziploc poka, senda til Washington DC og eftir ár eða tvö gætum við fengið peningana tilbaka!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!