KVENNABLAÐIÐ

Samband í þáttunum Friends sem Matt LeBlanc var ákaflega andsnúinn

Þegar kemur að Friends þáttunum hafa sambönd persónanna stundum farið í taugarnar á fólki. Frá Ross og Rachel til Janice og Chandler – allir hafa sína skoðun á rómantískum samböndum í þáttunum.

Ekkert vakti þó jafn mikil mótmæli og samband Joey og Rachelar í seinni seríum þáttanna. Það eru nú 14 ár síðan þættirnir hættu, en í dag er fólk enn að deila um hvort þau hefðu átt að ná saman eður ei. Nú hefur komið í ljós að Matt LeBlanc sem lék Joey í 10 seríur var „afskaplega mikið á móti“ þessu sambandi.

Auglýsing

matt lebla3

Kevin S. Bright, framleiðandi og leikstjóri þáttanna segir í viðtali við Digital Spy: „Ég get sagt ykkur þetta – í byrjun vildi Matt alls ekki leika þessa sögu. Hann var mjög á móti því og sagðist vera vinur Ross á þann hátt að Joey myndi aldrei fara að vera með fyrrverandi kærustu hans. Bætti hann svo við að það tók miklar fortölur að fá Matt til að samþykkja „sambandið.“

Í áttundu seríu þáttanna fór að neista á milli Joey og Rachel, meðan Rachel bjó hjá honum. Joey varð fyrst hrifinn og endurgalt hún ekki tilfinningar hans, en í lok seríu níu kysstust þau og í 10. seríu fóru þau að hittast og vera saman. Þau hittust í smástund en ákváðu svo að þau væru betri saman sem vinir.

Auglýsing

matt lebbnn1

Kevin segir að fyrst hafi áhorfendur fengið „sjokk“ en svo jafnað sig: „Þeir hugsuðu, ef hún ætlar ekki að vera með Ross, hverjum þá? Svo fólk sætti sig við þetta á endanum.“

Hin fræga „pása“ sem Ross og Rachel tóku var í raun eitthvað sem gerðist óvart: „Þetta þróaðist bara þannig, það lét okkur hafa gaman af þættinum og fólk fór að halda með öðru hvoru. Við vissum að áhorfendur vildu að þau enduðu saman en allt var á öðrum endanum. Þegar við létum þau kyssast svo í fyrsta sinn uppgötvuðum við að „loftið var farið úr blöðrunni“ – kynferðislega spennan var ekki til staðar lengur.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!