KVENNABLAÐIÐ

Foreldrar skildu fimm ára son sinn eftir í skóginum sem refsingu fyrir að hafa pissað á sig

Par frá Minnesotaríki í Bandaríkjunum hefur verið ákært fyrir að yfirgefa fimm ára son sinn eftir í skógi eftir að hann hafði pissað á sig. Parið keyrði í burt í smástund en kom svo til baka. Þau fundu hann þá ekki.

Auglýsing

Lynda Michel og Gregory Wilson verða seint taldir „foreldrar ársins“ eftir að hafa talið það heppilega refsingu fyrir fimm ára son sinn að skilja hann eftir í óbyggðum til að kenna honum lexíu eftir að hafa pissað á sig.

Þau komu til baka eftir smá tíma, en þá fundu þau ekki drenginn. Hann sást svo þann 28. ágúst á hraðbraut, einn á gangi, allur blautur og grátandi.

Auglýsing

Þegar lögregla hafði upp á drengnum sagði hann að foreldrar sínir hefðu skilið hann eftir því hann var „óþekkur.“ Gregory og Lynda voru enn að leit að drengnum þegar lögregla hafði upp á þeim, en þau höfðu ekki tilkynnt hvarf drengsins. Þriðji aðili, fullorðinn, sem var í bílnum sagðist hafa reynt að tala þau ofan af þessum áformum en þau hefðu ekki hlustað.

Marblettir, bláir, svartir og rauðir, fundust á baki drengsins, þjóhnöppum og mjöðmum, sem áætlað er að hafi verið veittir honum á löngum tímabili. Gregory játaði að hafa flengt drenginn og notað hendurnar. Hann og konan hafa verið ákærð fyrir gróflega misnotkun og ofbeldi gegn barni. Drengurinn hefur fengið skjól hjá barnaverndaryfirvöldum og er á fósturheimili.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!