KVENNABLAÐIÐ

Ekki fá þér dýr ef þú ætlar ekki að bera ábyrgð á þeim!

Eyrún Brynja Valdimarsdóttir segir sér hjartans mál að skuldbindingin við að fá sér gæludýr sé mikil. Hún og kærastinn, Matthías Gunnarsson, bjuggu í hjólhýsi í mánuð til að þurfa ekki að láta gæludýrin frá sér, hundinn Loka og köttinn Fróða.

Auglýsing
Loki
Loki

Eyrún segir frá:

Málið var þannig að èg og karlinn minn bjuggum í leiguíbúð á Dalvík ásamt tveim dýrum – hundinum okkar Loka og kisanum okkar Fróða. Leigjandinn tilkynnur okkur að íbuðin hafi verið seld og allt í góðu með það, nema hvað að við fundum ekki ibúð sem leyfði dýrahald þrátt fyrir að hafa leitað í hálft ár, það var tíminn sem við fengum til að leita okkur að öðru húsnæði.

Auglýsing

Við reyndum að kaupa hús en Íbúðalánasjóður vildi ekki lána okkur því þeir sáu ekki fram á að við gætum borgað viðgerð á húsinu þrátt fyrir að við hefðum meira en nog af peningum til að laga aðalatriðin sem þurfti að gera við. Fólk á Dalvík var mjög hissa á þessu og starfmenn Dalvíkurbyggðar funduðu um þetta og „skömmuðu“ Íbúðarlánasjóð varðandi þessa fáránlegu ákvörðum. Þeir hlustuðu ekkert, en nóg um það.

Fróði
Fróði

Þegar við þurftum svo að flytja úr íbúðinni vorum við ekki enn komin með ibúð, karlinn minn flutti til bróður síns og fékk að taka Loka með sèr sem betur fer og Fróði fór í pössun til ömmu minnar. Èg var komin með vinnu á sjó og var sá túr 32 daga. Eftir mánuð vorum við enn heimilislaus og þar sem èg sætti mig alls ekki við að gefa dýrin því þeir eru ljósið í mínu lífi. Þarna ákváðum við að kaupa okkur hjólhýsi og þar bjuggum við í heilan mánuð með Loka og Fróða.

loki2

Ástæða þess èg skrifa þessa sögu er vegna þess að það er æ fleira fólk sem gefur eða lógar dýrunum sínum vegna flutnings sem mèr finnst afar sorglegt. Mín skoðun er sú að ef þú tekur að þèr dýr þá er það ákveðin skuldbinding sem þýðir að dýrið er þitt þangað til tími þess er kominn. Dýrin eru hluti af fjölskydlu þinni, sama hvað! Ég skil samt að þetta verður margfalt erfiðara ef fólk á börn.

lloki3

Èg vil minna fólk á að dýr eru lifandi verur með tilfinningar og treysta á að þú elskir þau og sjáir um þau þangað til þeirra tími kemur. Ef þú sérð ekki fram á að geta átt dýrið til frambúðar – eða þú myndir gefa það eða lóga því við aðstæður eins og við lentum í – þá er bara best að sleppa því að fá sèr dýr þangað til þú ert viss um að geta haldið dýrinu til frambúðar.

Í dag eru Eyrún, Matthías, Fróði og Loki komin með íbúð og óskum við þeim til hamingju með það!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!