KVENNABLAÐIÐ

Þóttist vera ólétt í níu mánuði til að kærastinn færi ekki frá henni, en það var ekki það skrýtna…

Ástin getur verið yndisleg og getur skapað falleg sambönd milli fólks, sérstaklega þegar ástin ber ávöxt. Hér er þó dæmi um andhverfuna – kona sem var svo ástfangin að hún gerði hvað sem er til að halda í kærastann.

Rosa Castellanos Diaz, ung kona úr þorpinu El Coyolar í Hondúras, átti von á tvíburum með kærastanum, Melvin Mendoza. Að minnsta kosti hélt hann það og allir. Rosa leit út fyrir að vera með barni og sýndi öllum sónarmyndir. Settur dagur var í lok júlí og fór tilvonandi móðirin á föstudegi í rútu á leið til Tegucigalpa, svo hún gæti fætt börnin á spítala. Melvin var ekki með í för, en síðar um kvöldið hringdi hún í hann og sagði að annar tvíburanna hefði látist og hinn væri á bráðavakt og þyrfti að fá sérstaka aðhlynningu í nokkra daga.

Auglýsing

Á laugardegi sneri Rosa aftur til þorpsins El Coyolar með litla kistu til að halda líkvöku með kærastanum og ættingjum. Þegar fólk fór að spyrja hvort það mætti sjá barnið sagði konan að kistan hefði verið innsigluð á spítalanum og henni hefði verið bannað að opna hana.

ljuga1

Líkvakan fór fram og allir vottuðu samúð sína til syrgjandi foreldra. Melvin var svo leiður að það þurfti átök til að fá hann með í kirkjugarðinn þar sem grafa átti barnið.

Auglýsing

Eftir jarðarförina spurðu allir um lifandi barnið sem var víst að berjast fyrir lífi sínu á spítalanum. Samt sem áður var ýmislegt í sögu Rosu sem gekk ekki upp. Margir vina Melvins töldu að meðgangan hefði verið tilbúningur Rosu til að halda sambandinu gangandi.

„Það var ekki heill þráður í þessu öllu, þetta virtist ekki rétt,“ sagði Ismael Mejia, vinur Melvins: „Svo þessa nótt fórum við í kirkjugarðinn og grófum kistuna upp. Okkur dauðbrá, en í kistunni var dúkka, klædd í barnaföt.“

Allt var tekið upp á myndband til að sanna lygar Rosu. Þau tóku kistuna og myndbandið og afhentu lögreglu og Rosa fékk dúkkuna aftur til að hún fengi að vita af því að allir vissu hvað hefði gerst.“

Auglýsing

Melvin hefur ekki kært Rosu og hefur beðið lögregluna um að láta mál hennar niður falla. Flestir telja einnig að ekki sé um neitt annað barn að ræða á spítalanum, en það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!