KVENNABLAÐIÐ

Hús Katie Price í niðurníðslu en hún býr þar enn: Myndir

Breska ofurfyrirsætan, raunveruleikastjarnan, og ein umtalaðasta stjarna síðari ára í Bretlandi býr í „ógeðslegu“ húsi, samkvæmt The Mirror. Af myndunum að dæma er þar sundlaug sem er drulluskítug, mikið rusl er í kringum húsið og brotinn ruslagámur. Katie, sem er fimm barna móðir, reynir að halda sér við og húsinu en líf hennar einkennist af mikilli ringulreið þessa dagana.

Auglýsing
Katie Price
Katie Price

Nú hafa slúðurmiðlar birt myndir úr dróna sem sýna hversu illa húsið er leikið. Kostaði það hana tæplega 300 milljónir ISK þegar hún keypti það, en það er staðsett í vestur-Sussex.

huskp2

Sundlaug í garðinum er full af dökkgrænu vatni og þar er einmana sundkútur barns á floti. Tennisvöllur sem áður var vel nýttur er nú fullur af arfa og grasi.

Fyrir utan húsið eru nokkrir skærbleikir bílar, m.a. hestvagn fyrir hestana sem hún er að reyna að selja til að ná lífi sínu aftur á réttan kjöl.

Range Roverinn hennar var dreginn í burtu fyrr í vikunni þar sem Katie viðurkenndi að hafa verið að keyra próflaus.

hus kp1

Allskonar föt, töskur og barnaleikföng eru í hrúgum fyrir utan húsið og svo virðist sem húsið liggi í eyði.

Auglýsing

Birtast myndirnar eftir að Katie hefur viðurkennt að hafa notað kókaín til að komast yfir þriðja skilnaðinn, en síðast var hún gift Kieran Hayler. Hún segist þó aldrei hafa notað eiturlyf fyrir framan börnin.

huskp4

Kennir Katie Kieran um ástand hússins, og segir að hann hefði átt að hugsa um það þegar hún var „úti að græða peninga.“ Svo sagði hún í viðtali við Fabulous fyrr í mánuðinum: „Ég áttaði mig ekki á að húsið væri ógeðslegt – ég held að hann hafi aldrei þrifið það. Ég sé það núna. Í dag er þetta allt annað – það er eins og ég hafi endurheimt húsið mitt. Ég er búin að fá hreiðrið mitt til baka.“

„Þegar fólk kemur í heimsókn segir það: „Þetta er Kata gamla.“ Ég er búin að setja kertin mín aftur út um allt, stelpulegt og þú finnur að það er hreint. Ég er stolt af húsinu mínu. Ég er búin að taka fram saumavélarnar, ég keypti pottaplöntur sem ég setti fyrir utan útidyrahurðina og hangandi blóm.“

Kieran
Kieran

Segir hún einnig að hún vildi aldrei vera heima þegar hún var með Kieran og þegar hann var fluttur út fannst henni húsið vera eins og „svarthol“ sem minnti hana á hann.

Kieran, sem hélt oft framhjá henni, er jú farinn en Katie er komin með nýjan kærasta -Kris Boyson – sem hún hefur verið að hitta í tvo mánuði. Vill hún finna annað hús til að búa með honum í. Hann er duglegur sem barnapía fyrir elsta son hennar Harvey.