KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle hættir öllu sambandi við föður sinn Thomas Markle

„Kannski væri bara betra ef ég væri dauður,“ segir Thomas Markle, faðir Meghan, í viðtali við Mail On Sunday í dag, þann 29. júlí. Segist hann ekki hafa neitt samband við hertogaynjuna af Sussex eins og staðan er í dag.

Thomas (74) segir einnig að þetta væri sennilega „auðveldara ef ég væri dauður.“

Auglýsing

Einnig segir hann:

Ég er mjög sár því hún hefur alveg klippt á öll samskipti. Ég hafði áður símanúmer til að hafa samband eða senda skilaboð til hennar í höllina, en eftir að ég sagði nokkur áhrifamikil orð um konungsfjölskylduna hef ég þann aðgang ekki lengur. Þessi númer voru tekin úr sambandi, þau virka ekki lengur. Ég hef engar leiðir til að ná sambandi við dóttur mína.“

Meghan mun eiga afmæli þann 4. ágúst næstkomandi og vildi Thomas senda henni kort: „Ef ég myndi senda afmæliskort til Kensingtonhallar eða hvar sem hún býr núna væri það bara eitt meðal þúsunda. Hún mun sennilega aldrei sjá það. Ég hugsaði um að senda það með ábyrgðarpósti en höllin myndi sennilega drekkja því í vatni í þrjá daga til að vera viss um það myndi ekki springa.“

kiss mogh

Auglýsing

Samband Meghan við föður hennar er í algeru lágmarki eftir nokkra skandala sem hann hefur gert í kringum brúðkaupið, sennilega til að verða sér úti um smá fé. Missti hann af athöfninni þann 19. maí og ber við hjartveiki, en hann komst þó í myndatöku hjá æsifréttaritum, sex dögum fyrir athöfnina.

Nú er hann dauðhræddur um að fá aldrei að sjá barnabörnin sín áður en hann deyr: „Ég er heppinn að vera enn á lífi. Menn í fjölskyldunni verða sjaldnast meira en áttræðir svo ég væri hissa ef ég ætti 10 ár eftir. Ég gæti dáið á morgun. Það væri ekki svo slæmt. Ég tileinka mér búddískt viðhorf til dauðans. Kannski væri það betra fyrir Meghan ef ég myndi bara deyja.“

„Allir myndu finna til samúðar með henni. En ég vona að við náum saman. Ég myndi ekki þola að deyja án þess að tala við Meghan aftur.“

Enn sem komið er hefur Meghan ekki sagt orð um föður sinn síðan hún gekk að eiga Harry prins.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!