KVENNABLAÐIÐ

Ólétt og ein: Kate Hudson hætt með kærastanum

Leikkonan Kate Hudson á ekki sjö dagana sæla, en hún gengur nú með þriðja barn sitt sem hún mun eignast með rokkaranum Danny Fujikawa. Ferð sem átti að vera rómantísk fimm stjörnu ferð endaði með ósköpum, en leikkonan bauð Danny til Manhattan í New York borg á dögunum. Segja vinir parsins að ferðin hafi ekki farið eins og ætlað var.

Auglýsing

Þegar Danny og Kate lentu á JFK voru þau næstum í sitthvoru lagi, hún gekk á undan og hann á eftir, þreytuleg og dauf. Vinirnir segja að Danny hafi ákveðið að hætta með henni: „Því miður virðist sagan endurtaka sig,“ segir heimildarmaður í viðtali við Star og á þar við sambönd hennar við hina barnsfeðurna, rokkarana Chris Robinson, föður Ryder (14) og Matt Bellamy, föður Bingham (6).

„Brotið hjarta nær ekki að lýsa Kate núna,“ heldur hann áfram. „Hún hélt að Danny væri sá eini rétti en nú lítur út fyrir að hann sé horfinn áður en barnið fæðist.“

Auglýsing

Kate og Danny eiga von á stúlku og tilkynntu þau um það á Instagram í apríl síðastliðnum. Þá voru þegar komnir brestir í sambandið: „Danny bað Kate stuttu eftir að þau vissu um barnið, en þau hafa samt átt stormasamt samband. Þau gátu engan veginn komið sér saman um giftingardag, sem er slæmt merki. Hann reyndi að gera hið rétta, en sannleikurinn er sá að hann er ekki tilbúinn að verða pabbi.“

Kate er sögð afar stjórnsöm og vita nákvæmlega hvað hún vill. Eftir að þau fluttu inn saman vill hún ráða flestu, hverju hann klæðist, hvernig hann hegðar sér – „sem myndi gera alla brjálaða.“

Móðir Kate, Goldie Hawn hefur verið gift eða ekki gift Kurt Russel í áratugi, ráðlagði henni að búa í sama húsi en í sitthvorum endanum. Það hafi virkað vel fyrir þau og muni virka fyrir Kate og Danny líka.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!