KVENNABLAÐIÐ

Rúrik Gíslason bætti við sig 60 þúsund fylgjendum á meðan leiknum stóð

„Heitasti leikmaður heimsmeistaramótsins“ Rúrik Gíslason hefur heldur betur slegið í gegn á Instagram – enda átti hann góðan leik á móti Nígeríumönnum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í dag.

Fyrir leik var Rúrik með 777 þúsund fylgjendur, eins og staðan er núna er hann með 840 þúsund fylgjendur á Instagram.

Auglýsing

Fólk heldur varla vatni yfir því hversu ljóshærður, hávaxinn og sterkur Rúrik sé. Við erum reyndar alveg sammála þessu, enda lítur drengurinn eins og grískt goð. Þó hann hafi ekki náð tuðrunni í markið í dag, var hann sannkallað augnayndi.

Auglýsing

Áfram Rúrik og áfram Ísland! Við mölum Króatíu næst!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!