KVENNABLAÐIÐ

Kendall Jenner kelar við bróður Gigi og Bellu Hadid!

Kendall er á útopnu þessa dagana, og svo virðist sem hún sé hætt að hitta körfuboltaleikmanninn Blake Griffin. Nýjasta viðfangið er Anwar Hadid, bróðir fyrirsætanna Gigi og Bellu Hadid, en Kendall er mjög góð vinkona þeirra.

Auglýsing

Kendall (22) sást í sleik við Anwar í eftirpartý CFDA verðlaunahátíðarinnar í New York.

Anwar er aðeins 18 ára og er í sambandi með leikkonunni Nicola Peltz. Anwar póstaði fyrir minna en mánuði á Instagram mynd af sér og Nicola og sagði: „My lova.“

Anwar og Nicola
Anwar og Nicola
Auglýsing

Kendall er víst algerlega sama hvort mennirnir sem hún hefur áhuga á eru teknir eður ei. Um daginn var hún að hitta NBA leikmanninn Ben Simmons sem var á föstu þegar þau fóru að hittast.

Ekki er vitað hvernig Ben finnst um keleríið við Anwar…