KVENNABLAÐIÐ

Nick Jonas og allar fyrrverandi kærusturnar

Söngvarinn Nick Jonas hefur átt mörg sambönd við heitustu stjörnunar í Hollywood! Á unglingsárum var hann að hitta Miley Cyrus og Selenu Gomez og síðar Priyanka Chopra og Kate Hudson. Nick sem var í hljómsveitinni Jonas Brother hefur átt í ýmsum samböndum sem hafa vakið mikið umtal.

nick fyrrv

Auglýsing

Miley Cyrus

Þau fóru að hittast árið 2006, en höfðu kynnst þegar þau voru 13 ára. Þau hittust í heilt ár áður en þau hættu saman. Miley skrifaði lagið „7 Things“ um Nick og hann samdi lagið „Wedding Bells“ um hana.

nick selen

Selena Gomez

Eftir að hafa hætt með Miley fór Nick að hitta Selenu árið 2008. Þau hittust í einhverja mánuði en hættu saman árið 2009. Þau náðu aftur saman 2010 en það varði stutt. Selena tjáði sig um ástarþríhyrninginn með Miley í febrúarriti W Magazine árið 2016: „Við þrættum aldrei. Við vorum skotnar í sama stráknum þegar við vorum 16 ára. Þetta var bara Hilary Duff–Lindsay Lohan dæmi: „Ó, guð! Við erum skotnar í sama stráknum! Í dag höfum við haldið áfram.“

Auglýsing

nick delta goodrem

Delta Goodrem

Nick og ástralska söngkonan voru að hittast í um 10 mánuði áður en þau hættu saman árið 2012. Þau hittust aftur árið 2017 en voru aldrei par aftur.Delta er átta árum eldri.

nick oliva culpo

Olivia Culpo

Þetta er eitt af lengstu samböndunum hans. Hún er fyrrum Miss Universe og fóru þau að hittast árið 2013. Lék hún í myndbandi fyrir hann árið 2014 fyrir lagið „Jealous“ og svo hættu þau saman í júní 2015.

nick kenda

Kendall Jenner

Nick og Kendall voru að hittast í ágúst 2015. Gigi Hadid, sem var að hitta Joe Jonas á þeim tíma, kynnti þau. Nick vildi ekki gera mikið úr þessu sambandi en sagði að þau hefðu farið á tvöfalt stefnumót.

nick kate hudson

Kate Hudson

Nick og Golden Globe verðlaunaleikkonan sem er 14 árum eldri fóru að hittast í september 2015. Í janúar 2016 opnaði Nick sig varðandi Kate: „Hún er ótrúleg. Við fundum strax magnaða tengingu og dáumst að hvort öðru. Við sjáum eitthvað fallegt í hvort öðru. Ég segi ekkert um hvort við höfum stundað kynlíf eðaur ei. Við áttum bara ótrúlega fallegt samband. Ég virði hana, hún er ótrúleg.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!