KVENNABLAÐIÐ

Íslensku stjörnurnar í Cannes – Kona fer í stríð frumsýnd – Ljósmyndir

Önnur kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð eða Woman at War hefur hlotið frábæra dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Gagnrýnandi Screen Daily er yfir sig hrifinn af myndinni og spáir henni vinsælda og þá kannski sérstaklega meðal kvenna. Gagnrýnandinn er yfir sig hrifinn af Halldóru og segir  að hún takist á við líkamlega erfitt hlutverk af glæsibrag og að leikur hennar sé heillandi.  Kvikmyndin fær einnig lofsamlega dóma í The Guardian. Þar segir m.a að kvikmyndin sé gerð af hugmyndaauðgi, öryggi og fágun, með sérkennilegu og glæsilegu yfirbragði líkt og fyrri mynd Benedikts, Hross í oss, og er myndataka Bergsteins Björgúlfssonar einnig lofuð.  Aðstaðdendur Kona fer í stríð voru ljósmyndaðir í bak og fyrir eins og lög gera ráð fyrir og hér má sjá nokkrar myndir þaðan.

32186214_1957571010922207_5949861355275157504_o

Myndband frá ljósmyndatökum í Cannes:

Aðstaðdendur myndarinnar:  Davíð Þór tónskáld, Ólafur Egilsson handritshöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður.

32326714_10156576930284170_3804432660147732480_n

Fleiri frábærir dómar hafa birst eftir frumsýninguna í Cannes:

THE HOLLYWOOD REPORTER: KONA FER Í STRÍÐ

« An impressive follow-up to his strikingly eccentric debut, Of Horses and Men,
Icelandic auteur Benedikt Erlingsson’s second feature-length fiction, Woman at War (Kona fer i strid), is another skillfully crafted, surreally told tale of man and nature — or in this case, woman and autre —but one with more emotional depth and sharper political undertones. »

TÉLÉRAMA: KONA FER Í STRÍÐ

« Benedikt Erlingsson s’affirme définitivement comme un drôle de zèbre, talentueux et décomplexé. »

 

PREMIÈRE: KONA FER Í STRÍÐ

« Menée par l’énergique Halldora Geirharosdottir, le film est un bijou de folie. »

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!