KVENNABLAÐIÐ

Fór í þátt Dr. Phil til að kvarta undan „aðeins“ 105.000 króna framfærslu á mánuði

15 ára stúlka frá Beverly Hills, Kaliforníuríki, dró móður sína í spjallþátt Dr. Phil þar sem hún segist þurfa að lifa „eins og smábóndi“ eftir að vasapeningar hennar voru skornir niður. Fékk hún áður sem samsvarar um 510.000 krónum á mánuði, en þarf nú að „komast af“ með um 105.000 krónur.

Auglýsing

Síðan Nicolette fæddist hefur hún fengið allt sem hún vill: Barnfóstru, einkabílstjóra, einkaþjálfara, verslunarferðir á Rodeo Drive og handtöskusafn sem flestar konur myndu öfunda hana af. Sem unglingur var hún að eyða um 500.000 til milljón á í fatnað frægra hönnuða, aukahluti og aðra hluti sem krakkar á hennar aldri getur bara dreymt um. Nina, móðir Nicolette, ákvað að hún þyrfti að fara hægar í sakirnar og minnkaði vasapeninginn úr 5000$ niður í 1000$.

Nicolette segist ekki geta lifað svona þannig hún bað Dr. Phil um hjálp: „Ég vil að mamma skilji að ég geti ekki lifað á 1000 dollurum á mánuði. Ég er vön ákveðnum lífsstíl. Hún getur ekki bara tekið það frá mér undireins. Ef einhver myndi gera þetta við hana myndi henni ekki líka það. Ég er alin þannig upp, þetta er allt sem ég þekki.“

Auglýsing

Móðir hennar viðurkenndi að hún hafði alltaf gefið dóttur sinni ótakmarkaða heimild á kreditkortunum, frá því hún var mjög ung. Hún ákvað þó að grípa í taumana þegar hún áttaði sig á að stúlkan var orðin mjög dekruð. Nina segist alltaf hafa fundið fyrir sektarkennd þar sem hún vann í mörgum störfum og eyddi ekki nægum tíma með dóttur sinni. Var þetta því hennar leið til að eiga við sektarkenndina.

Samt sem áður er Nicolette ósátt: „Mér líður eins og fátæklingi. Ég get ekki búið við þetta lengur. Ég á aldrei pening. Ef þú spyrð mig segi ég að mamma ætti að gefa mér að minnsta kosti 2500 dollara á mánuði,(255.000 ISK)  til að ná utan um þetta venjulega.“

Segist stúlkan líka „þurfa“ nauðsynlega nýjan Mercedes-Benz G-Wagen á sextán ára afmælinu sínu, því hana hefur dreymt um hann í tvö ár. Kostar bíllinn um 25 milljónir ISK. Móðir hennar samþykkti það ekki og bauð henni Mercedes C Class í staðinn.

Eftir að hafa heyrt báðar hliðar sagði Dr. Phil að þó mánaðarleg framfærsla yrði aukin á ný myndu málin bara versna. Sagði hann Ninu ofdekra Nicolette á þann hátt að líkja mætti því við ofbeldi gegn barninu. Við Nicolette sagði hann að hún ætti að fá sér vinnu, en hún sagði að fá sér vinnu myndi ekki færa henni draumabílinn og „það væri bara of mikil vinna.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!