KVENNABLAÐIÐ

Móðir fjarlægði sjálf sílikonpúða úr brjóstunum sínum: Myndband

Sérð þú eftir að hafa farið í brjóstastækkun? Bresk kona ákvað að taka málin í sínar eigin hendur þegar hún hafði ekki efni á að fara til lýtalæknisins. Keypti hún sér dúkahníf fyrir eitt pund og fjarlægði púðana sjálf.

Auglýsing

Tonia Rossington ákvað fyrir nokkrum árum síðan að hún vildi stærri brjóst. Kom sú ákvörðun til þar sem hún hafði eignast þrjú börn og hafði áhyggjur af hverfandi og sígandi brjóstum. Stór brjóst voru í tísku á þeim tíma þannig hún lagðist undir hnífinn og fékk sér sílikonfyllingar.

Horfði Tonia til frægra kvenna á þessum tíma, t.d. Katie Price og Melinda Messenger sem voru vinsælar þá. Fór Tonia úr skálastærð 36B í 36F. Samt, rétt eftir aðgerð fór hún að fá bakþanka. Er hún ekki eina konan sem hefur séð eftir þeirri ákvörðun en hún bloggar um reynslu sína á Girly Talk og opnaði sig á dögunum um fjarlægingu brjóstapúðanna. Hafði eiginmaður hennar greitt um hálfa milljón (ISK) fyrir að láta stækka brjóstin í Belgíu. Á þeim tíma var hún í stærð 12-14 og voru þau ekki úr samhengi við líkama hennar.

Svo, þegar hún léttist um nokkur kíló fór barmur hennar að verða allt of stór: „Ég hafði gengið með börn. Þegar ég grenntist urðu þau fáránleg. Ég tapaði brjóstavef og þau fóru að síga og urðu alveg út í hött. Ég fór að fela þau. Ég var í þröngum brjóstahöldum og aldrei í neinu flegnu. Síðustu tvö árin fór ég að þrá að þau hyrfu. Þetta hafði bæði líkamleg og andleg áhrif og ég skammaðist mín fyrir þau.“

Auglýsing

Tonia ákvað að taka málin í sínar eigin hendur. Þar sem hún vann í hlutastarfi við þrif, hafði hún ekki efni á aðgerð. Hún var að reyna að safna fyrir henni en alltaf kom eitthvað upp þannig hún þurfti að nota peninginn í annað: „Ég fór að þjást af kvíða og þessi risastóru brjóst höfðu mikil áhrif. Ég vildi losna við þau. Ég veit að fólk segir: „Þú hefðir ekkert átt að fá þér þau!“ eða „Nú, þú fékkst þér þau, þú þarft að lifa með þessu!“ þannig ég tók mína eigin ákvörðun.

Keypti hún latexhanska, sótthreinsandi vökva og dúkahníf. Hún reyndi að gúgla hvernig ætti að framkvæma þetta en lítið var að finna. Ein kona hafði reynt þetta sjálf, svo vitað sé, í Bandaríkjunum en henni tókst aðeins að fjarlægja annan púðann áður en leið yfir hana og hún var flutt á spítala. Þetta kom ekki við Toniu. Notaði hún ísmola til að deyfa svæðið og skar í örið sem fyrir var til að hitta ekki á æðar. Hún sagðist ekki hafa fundið til sársauka en leið eins og hún væri „klikkuð“ meðan hún skar í gegnum fitu og húð. Ekki leið á löngu þar til hún fór að sjá klumpa af sílikoni: „Þetta var ógeðslegt. Ég hafði greinilega skorið í gegnum púðann. Það var mikið af hlaupi sem var úr mér. Síðan kom ég að vasa. Brjóstavasi myndast í kringum fyllinguna. Ég komst að henni og hugsaði: „Sh** ég þarf að ná þessu núna.“ Þegar ég togaði kom það allt út í hönd mína. Ég hugsaði: „S** ég þarf að ná þessi öllu, ég verð.“ Það var sílikon allsstaðar. Það breyttist í mauk.“

Fyllingin í hinu brjóstinu sprakk ekki og var einfaldara að koma henni út í heilu lagi. Tonia setti sárabindi undir brjóstin og keyrði sjálf á spítalann. Hún skildi eftir miða fyrir eiginmanninn og sagðist hafa farið og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Á spítalanum voru sárin hreinsuð og skipt um umbúðir. Hún fór heim skömmu síðar án þess að þurfa að vera saumuð. Síðan þá hefur hún farið í skanna og allt sílikonið er horfið og sárin gróin. Varar hún aðra við að fara í lýtaaðgerðir, sérstaklega brjóstastækkanir: „Ég sé þessar auglýsingar um lýtaaðgerðir og stelpur skoppandi um á hestbaki segjandi: „Ég fékk mér brjóst og lífið er æðislegt!“ og ég hugsa bara…„þú átt eftir að sjá eftir þessu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!