KVENNABLAÐIÐ

Blue Ivy slær í gegn í gylltu á listaverkauppboði

Blue Ivy er greinilega dóttir foreldra sinna, Beyonce og Jay Z. Áttu aðdáendur ekki orð yfir glæsileika ungu stúlkunnar sem hefur mikinn persónuleika og sjarma. Fór fjölskyldan án tvíburanna á Wearable Art Gala sem fór fram í Los Angeles og var haldið af ömmu Blue, Tina Knowles og eiginmanni hennar Richard Lawson.

Auglýsing

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Póstaði Beyonce myndum af þeim á Instagram þar sem þær mæðgur voru báðar hlaðnar „gulli“ meðan Jay Z var í svörtu. Á uppboðinu stal Blue Ivy senunni þegar hún bauð 19.000 dollara í mun á uppboðinu, mynd af ungum Sidney Poitier. Þóttist Blue rífast við föður sinn til að kaupa myndina.

Auglýsing

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Star Jones, uppboðshaldarinn sagði: „Mamma hennar og pabbi hafa verið að segja frá því hvernig þú safnar listaverkum og það sé mikið mál fyrir ykkur. Ms. Tina sagði mér frá þessu. Af hverju heldurðu að ég sé hérna uppi að tala um þetta?“

Tyler Perry eignaðist þó málverkið að lokum fyrir 20.000 dollara.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!