KVENNABLAÐIÐ

Beyonce tekur Blue Ivy á körfuboltaleik

Beyonce sýndi dóttur sinni Blue Ivy hvernig á að taka „selfie“ á meðan þær voru á NBA All-Star leik, en Blue virtist ekki þurfa neina kennslu! Þær mæðgurnar sátu hlið við hlið á sunnudagskvöld á Staples Center með ömmunni Tina Knowles og eiginmanni hennar, Richard Lawson. Ætli Jay-Z hafi ekki verið heima með tvíburana.

Auglýsing

Fyrir utan það var enginn skortur á stjörnum á leiknum, s.s. Dave Chappelle, Common, Cardi B, Jack Nicholson og fleirum. Leikvangurinn var hreinlega fullur af stjörnum.

Auglýsing

Blue sem er aðeins sex ára var svo sannarlega ekki að fara í fyrsta skipti. Stúlkan hafði miða í bestu sætunum á All-Star leik í New Orleans og stal hún senunni þar líka! Eplið fellur ekki langt frá eikinnu…

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!