KVENNABLAÐIÐ

Faðir Beyonce hefur löngum átt við fíkniefnavanda að stríða

Eldfim ný bók eftir fyrrum raddþjálfara söngkonunnar Beyonce hefur gert allt vitlaust undanfarna daga. David Lee Brewer hefur sagt allt í nýrri bók um Mathew Knowles, faðir Beyonce og hefur hann haldið því fram að þegar Beyonce var táningur hafi hann verið háður kókaíni. Það hafi samt ekki verið nóg og því hafi hann snúið sér að krakki (e. crack-cocaine). Í bókinni sem heitir: Beyonce: Raising Genius segist David vera fyrsti raddþjálfarinn sem meðhöldlaði Beyonce. Þar hafi hann oft verið undir sama þaki og öll fjölskyldan, systurnar Beyonce, Solange og foreldrarnir Mathew og Tina.

Auglýsing

Beyonce: Beyond The Red Carpet

Á heimili þeirra í Houston segist hann hafa orðið vitni að fíkniefnaneyslu Mathews. Reyndi hann að fela neysluna fyrir Beyonce og Solange, en hann hafi fundið pakka af efninu sem hann notaði og hafði dottið úr vasa hans á eldhúsgólfinu heima hjá þeim. Þetta var bara byrjunin, segir David, en hann heldur því fram að Mathew hafi rænt eiginkonu sína, en hún átti hárgreiðslustofu á þeim tíma og hirti hann allan ágóðann: „Hún hélt það væri besti vinur sinn Vernell, en komst svo að því að eiginmaðurinn var að stela peningum til að eiga fyrir skammti.“

WEST HOLLYWOOD, CA - FEBRUARY 27: Beyonce and father Mathew Knowles attend Sony Party for 44th Annual Grammy Awards on February 27, 2002 at Morton's Restaurant in West Hollywood, California. (Photo by Ron Galella, Ltd./WireImage)

Árið 1992 var samband Tinu og Mathews orðið það slæmt að þau „töluðu ekki saman“ en á þessum tíma fór Mathew í mál við Pickers International, fyrirtækið sem hann vann hjá og sagðist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum. Vann hann málið og fékk margar milljónir út úr því sem „allar fóru í kókaín og djamm“ samkvæmt David.

Auglýsing

Faðir þeirra Beyonce og Solange var oft fjarverandi og reyndi Tina að segja þeim að hann væri að vinna, þegar hann var í raun í meðferð við eiturlyfjafíkn.

Þrátt fyrir margar meðferðir segir David að hann hafi aldrei komist yfir fíknina og hún stjórni öllu í lífi hans. Tók hann oft reiði sína út á Beyonce og einu sinni á hann að hafa sparkað í köttinn hennar!

Circle Of Sisters 2015 - Day 2

Þegar Beyonce átti tvíburana á síðasta ári féll DNA próf á Mathew sem segir að hann sé faðir sjö ára stúlku sem heitir Koi. Átti hann hana með fatafellu en neitaði að gangast við dótturinni. DNA prófið sýndi að 99,7% líkur væru á að hann væri faðirinn. Lét hann engan bilbug á sér finna heldur varð fyrstur til að tilkynna heiminum að dóttir sín hefði eignast tvíburana…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!