KVENNABLAÐIÐ

10 frábærar myndir sem enginn hélt myndi slá í gegn

Hollywood er ótrúleg verksmiðja frábærra og ömurlegra mynda…og allt þar á milli. Að sjálfsögðu er afar mikil vinna að búa til slíka mynd og eitt atriði getur skemmt alla myndina. Í framleiðsluferli eftirtalinna 10 mynda var ekki talið að myndin ætti séns. Það reyndist alls ekki rétt!

Byrjum á Dirty Dancing

Kvikmyndin sem kynnti okkur almennilega fyrir hæfileikum Patrick Swayze og trú hans að enginn gæti sett „Baby út í horn.“ Áhorfendur dýrkuðu myndina og það er ótrúlegt til þess að hugsa að hún hafi ekki alltaf verið klassík. Prufuáhorfendur dæmdu samt myndina ömurlega á forsýningum og framleiðandinn varð svo vonsvikinn að hann sagði: „Brennið þetta og hirðið tryggingalífeyrinn.“ Myndin endaði á að þéna 214 milljón dollara en kostaði aðeins 6 milljón í framleiðslu.

Snow White And The Seven Dwarfs

Við þekkjum öll og horfum á Disney myndir í dag. Árið 1937 var samt mikil áhætta að búa til teiknimynd sem var meira en 80 mínútna löng. Gagnrýndendur þess tíma sögðu að engin börn gætu sitið það lengi kyrr og meira að segja Lillian, kona Walt Disney sagði að myndin væri „dæmt til að mistakast.“

Auglýsing
Star Wars

Eins og flestir vita eru Star Wars myndinar löngu orðnar klassík og hafa verið endurgerðar. Milljörðum dollara hefur verið veitt í gerð tölvuleikja og aðran varning. Í byrjun var þetta ekki svo – þetta var ein önnur B-myndin frá óþekktum leikstjóra, gorge Lucas. Fox trúði ekki á verkið og gáfu honum réttinn á öllum varningi (sem þeir eru örugglega að berja sig fyrir enn þann dag í dag). George fór sjálfur í frí á meðan myndin var frumsýnd. Þegar hann kom heim var myndin búin að sprengja öll met.
The Blair Witch Project

Flestir vita hvernig þessi mynd varð til…nokkur ungmenni fara út í skóg með myndavél. Sjálfstæð hryllingsmynd sem sló síðan í gegn. Markaðssetningin fór aðallega fram á milli fólks og varð hún gríðarlega vinsæl.

Clerks

Áður en hann fór í að leikstýra gríðarlega stórum Hollywoodmyndum var Kevin Smith ungur upprennandi leikstjóri sem vann helst með vinum sínum. Hann fullnýtti kreditkortin sín og notaði allt spariféið til að búa til myndina Clerks og enginn hélt að hún myndi vekja athygli. Myndin kostaði 27.000 dollara í framleiðslu en endaði á að græða 3 milljón dollara.

Auglýsing
The Terminator

Ferill Arnolds Schwarzenegger var hægur af stað. Þarna hafði hann vakið athygli fyrir myndina Conan the Barbarian. Umboðsmaðurinn hans varaði hann við að taka að sér aðalhlutverkið í The Terminator, því það væri ávísun á að hann myndi ekki leika neitt nema illmenni þaðan í frá. Það væri ferilslegt sjálfsmorð. Arnold sagði sjálfur aðspurður um stígvél sem hann var með sér: „Þetta er fyrir einhverja skítamynd sem ég er að gera.“ Þessi skítamynd færði honum og leikstjóranum James Cameron ómælda frægð, eins og flestir vita.
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl

Það var í raun ótrúlegt að myndin hafi verið gerð. Disney vildi hætta framleiðslu þar sem hún kostaði allt of mikið. Framleiðendurnir sem heimsóttu settið hötuðu persónu Johnny Depp – Captain Jack Sparrow sem talaði eins og Keith Richard og spáðu því að myndin myndi bregðast. Þess í stað sló hún í gegn í miðasölu eins og flestir vita.
Friday the 13th

Eins og  The Blair Witch Project var þessi litla hryllingsmynd ekki líkleg til vinsælda. Meira að segja Betsy Palmer sem lék móður Jason Voorhees sagðist eingöngu hafa skrifað undir vegna þess að hún þurfti að kaupa sér bíl…henni fannst handritið algert bull. Hún hefur sennilega skipt um skoðun þegar hún sá tölurnar frá miðasölunni.
Animal House

Áður en National Lampoon var svo stórt nafn í gamanmyndabransanum, hélt enginn að þessi mynd myndi sjá í gegn. Donald Sutherland fékk fyrirframgreiðslu upp á 35,000 dollara því hann vantaði pening, en því er spáð að sú ákvörðun hafi kostað hann 14 milljón dollara.

Titanic

Það er rétt – fæstir höfðu trú á stórmyndinni Titanic. Miklar tafir urðu á framleiðslu, fjáraustur jókst mikið, sérstaklega þegar frumsýning átti að vera um sumarið en var svo frumsýnd í desember. Hún endaði á að vera á toppnum í 15 vikur, græddi 2,1 milljarð dollara og vann 11 Óskarsverðlaun.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!