KVENNABLAÐIÐ

Létu son sinn búa einan í hjólhýsi í margar vikur

Par frá Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa skilið son sinn eftir einan í hjólhýsi, oft án matar, í margr vikur. Jennifer Nichols, 34, og Joshua Sanders, 32, voru handtekinn þann 30. nóvember síðastliðinn og hafa verið ákærð fyrir vanrækslu. Vitni sagði við lögregluna að hún hefði leigt parinu hjólhýsið í september og komst ekki að því fyrr en seinna að parið bjó þar alls ekki, bara barnið.

Auglýsing

Konan reyndi að gera vel við barnið, sem ekki hefur verið gefið upp hversu gamalt, en hún gat ekki gefið drengnum þá aðstoð sem hann þurfti og hringdi því í barnaverndaryfirvöld. Drengurinn hafði ekki mætt í skólann í einhverja mánuði en talaði öðru hvoru við Jennifer og Joshua sem gáfu honum smá pening og eitthvað að borða, en oft náði hann ekki sambandi við þau.

Barnaverndaryfirvöld á Flórída hafa nú barnið í sinni umsjá.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!