KVENNABLAÐIÐ

Þetta neðanjarðarbyrgi stenst kjarnorkuárás og er aðeins fyrir þá ríku

Heimurinn hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af kjarnorkustyrjöld síðan í Kalda stríðinu. Nú horfir þó öðruvísi við þar sem Norður-Kórea er í óða önn að prófa kjarnorkuvopn og virðist hyggja á stríð við Bandaríkin. Til marks um það voru viðvörunarflautur þeyttar á Hawaii vegna kjarorkuárásar á dögunum…eitthvað sem hefur ekki gerst síðan um 1980.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skýli sem hýsir aðeins þá (mold)ríku og eru öll pláss nú þegar uppseld. Þú getur fengið heila hæð á sem samsvarar um 311 milljón ISK. Þar er apótek, fangelsi og allar nauðsynjar að sjálfsögðu. Vonum nú að ekki komi til þess að skýlið verði nýtt.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!