KVENNABLAÐIÐ

Gómsæt sveppasúpa með þistilhjörtum að hætti Sigurveigar – Uppskrift

Sigurveig Káradóttir skrifar: Þetta byrjaði allt á 2 vænum blaðlaukum, „smá” smjöri og ögn af sjávarsalti…og nægum tíma. Hægeldaður blaðlaukur í smjöri er góður grunnur að ýmsu skal ég segja ykkur. Við erum að tala um að leyfa honum að malla í nægu smjöri í 20-30 mínútur og jafnframt passa að hann taki lítinn sem engan lit.

svep1

Auglýsing
20-30 mínútum síðar – eftir að hafa kraumað í sirka 3 vænum matskeiðum af smjöri og ögn af sjávarsalti, var kominn tími til að bæta sveppunum við og hækka hitann. Þetta voru um 800 gr af sveppum.

svep2
Sirka 1 og 1/2 líter af vatni fór í pottinn þegar sveppirnir voru aðeins búnir að ná að taka lit. 2 meðalstórar bökunarkartöflur slæddust með….svep4

 

svep3
…ásamt nokkrum þistilhjörtum úr krukku. Sirka 10 stykkjum af þeim eða svo…
Út í pottinn datt einn grænmetisteningur og einn sveppateningur. Loks helltist hálfur líter af rjóma útí og því næst var slökkt undir pottinum og allt maukað.

Auglýsing

Að sjálfsögðu saltað ögn og piprað þegar við átti og þar með var súpan tilbúin.

Verði ykkur að góðu! :)

Sigurveig er landsþekktur sælkeri og heldur bæði út bloggi ásamt því að reka Matarkistuna

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!