KVENNABLAÐIÐ

Þórhildur Sunna myndi fyrst og fremst vilja nýja stjórnarskrá

Það er stór dagur hjá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, mannréttindalögfræðingi og þingmanni á morgun en það eru kosningar. Hún mun vera í kosningakaffi í Tortuga, Síðumúla 23 og svo verður kosningavaka í Perlunni. Þórhildur Sunna gaf sér þó smá tíma til að svara nokkrum spurningum hér á Sykri, en þær eru eftirfarandi:

Hvaða hlut/vöru áttu alltaf til í eldhúsinu?

Kaffi!

Hver er besta eða áhrifamesta bíómynd sem þú hefur séð?

La vita e bella. Ég hef ekki getað horft á hana í svolítin tíma núna því hún er svo átakanleg en samt svo falleg og yndisleg og lýsandi fyrir sigur mannsandans á mannhatri fasismans.

Hver finnst þér vera helsta fyrirmynd ungra kvenna í dag?

Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara og Halla Ólöf Jónsdóttir.

Auglýsing

Hvaða líkamsrækt finnst þér skemmtilegust? En leiðinlegust?

Mér finnst skemmtilegast að dansa og fara í sund. Langsamlega leiðinlegast finnst mér að skokka.

 Hver er þinn uppáhaldsdrykkur? 

Kaffi!

Hver væri þín draumaríkisstjórn?

Ríkisstjórn með kröftugum konum eins og Helgu Völu, Svandísi Svavars, Katrínu Jakobs, Margréti Tryggva og nokkrum góðum körlum líka eins og Helga Hrafni, Smára McCarthy og Loga líka, hann er fínn.

Ef þú mættir breyta einu á landinu okkar góða – hverju myndirðu byrja á?

Nýrri stjórnarskrá

Hver er fyrsta minningin þín?

Berlínarmúrinn féll þegar ég var tveggja ára og þá bjuggum við í Þýskalandi, mér fannst ég alltaf muna eftir því að sitja með foreldrum mínum sem voru límd við sjónvarpsskjáinn og sigri fagnandi en í seinni tíð hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég hef sennilega gert þeirra frásögn að minni minningu. Ég man mjög sterkt eftir því að hafa notað litla kerru sem ég átti til þess að keyra út um allt með vinum mínum að tína rusl af götunum. Við gerðum þetta reglulega þegar ég var svona fimm ára til þess að gera fínt í kringum okkur.

 Ef þú mættir búa annarsstaðar en á Íslandi – hvar myndirðu búa?

Ég myndi gjarnan vilja búa á Grikklandi aftur. Ég var í skiptinámi í Þessalónikku árið 2011 og var þvílíkt hamingjusöm þar. Afskaplega gestrisið og vinalegt fólk, Grikkir, maturinn þeirra er unaðslegur og veðrið frábært.

Forsíðumyndin er tekin á setti leikritsins Guð blessi Ísland

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!