KVENNABLAÐIÐ

Blekkti 24 ára stúlku og þóttist ástfanginn: Ógeðfelldur hrekkur

Flaug 650 kílómetra til að hitta „ástina sína“ og komst svo að lygunum: Sophie Stevenson var viss um að hún hefði fundið ástina hjá hinum 21 árs Jesse Mateman. Hittust þau fyrst í Barcelona og voru í sambandi eftir það, en Jesse hringdi daglega í Sophie. Sophie býr í Bretlandi, en Jesse í Hollandi. Full vonar fór Sophie upp í flugvél til Amsterdam þar sem þau voru síðast í sambandi á flugvellinum. Þegar hún lenti í Amsterdam fékk hún skilaboð frá honum: „You’ve been pigged“ eða „þú hefur verið blekkt.“ Kallast hrekkurinn á ensku: „Pull a Pig.“

Móðir Sophie segir að dóttir hennar sé í algerum molum eftir að hafa áttað sig á hrekknum, en það virðist vera sem þetta sé einhver leikur hjá óþroskuðum karlmönnum – að ná konu á sitt band og blekkja hana svo.

Auglýsing

Julie Sevenson segir: „Það er eins gott að gaurinn býr i Hollandi því ef hann væri hér myndi ég hengja hann upp á þráð. Hann hringdi í hana daglega og Sophie var alltaf svo spennt að heyra í honum. Hann sagðist vilja koma hingað til Manchester og sagðist vera að skipuleggja ferð. Hann sagðist svo ekki geta beðið og bað Sophie um að koma til Amsterdam. Þegar hún var á flugvellinum hringdi hann og sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana á hótelinu. Þetta sýnir hversu langt hann gekk í að plata dóttur mína.“

Jesse er efst til vinstri, Sophie efst til hægri
Jesse er efst til vinstri, Sophie efst til hægri

„Hann braut niður allt sjálfstraust hjá henni og flest kvöld situr hún hér og grætur. Það er virkilega sárt að sjá hvernig þetta hefur farið með hana. Hvers vegna myndi einhver karlmaður gera konu þetta? Algerlega hjartalaust.“

Sophie hringdi í móður sína þegar hún lenti. Þremur tímum einna sagði hún að hann væri ekki á hótelinu. Eitthvað hefði sennilega komið fyrir og hún ætlaði að bíða eftir honum. Sex tímum síðar hringdi hún hágrátandi og sagði henni frá hrekknum og sms-inu sem hann sendi: „Ég hreinlega trúði þessu ekki og hjarta mitt brast. Ég sagði henni að taka fyrstu vél heim. Hún er niðurlægð af einhverjum manni og ég veit ekki af hverju.“

Auglýsing

Sophie og Jesse hittust í Barcelona þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað á Römblunni: „Sophie fannst það hafa fært þau saman, en hann hafði greinilega skipulagt þetta allan tímann. Eitthvað verður að gera við manninn, þetta verður að hætta. Þú ferð að hugsa hvort hann hafi gert þetta áður eða hvað hann ætli sér næst. Hvernig er hægt að vera svona grimmur?“ segir móðir Sophie.

Jesse
Jesse

Sophie og Michelle vinkona hennar lentu í Barcelona degi fyrir hryðjuverkaárásina. Hótelinu var lokað og enginn mátti fara út. Þá hittu þær Jesse og vini hans og voru með þeim allt kvöldið. Næstu fjóra dagana voru þau öll mikið saman. Jesse og Sophie sváfu saman og hún var í sjöunda himni.

Þau ákváðu að vera í sambandi og ætlaði Sophie að koma til Amsterdam og vera í þrjá daga á hóteli: „Þegar ég mætti á flugvöllinn var hann ekki þar. Ég marghringdi í hann en ekkert svar. Ég hafði beðið á flugvellinum í tvo tíma og var farin að „panikka.“ Ég fór á flugvöllinn og sex tímum síðar fékk ég skilaboð frá honum – á Snapchat. Svo blokkaði hann mig um leið.“

jes4

Sophie heldur áfram: „Pulling a pig“ er þegar gaur reynir að láta feitu, ljótu stelpuna verða hrifna af þér. Þegar ég sá þetta langaði mig að kasta upp. Ein í útlöndum og garuinn sem ég er hrifin af yfirgefur mig. Ég hafði engar aðrar leiðir að hafa uppi á honum og var dauðhrædd þarna ein í borginni. Ég vil að fólk viti hvað kom fyrir mig svo þetta muni ekki gerast fyrir fleiri. Ég trúi ekki að ég hafi lent í þessu.“

Heimild: Daily Mail

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!