KVENNABLAÐIÐ

Móðir fyllist hryllingi vegna gallaðs barnabílstóls

Barnabílstóllinn var eins og pyntingarklefi: Sex barna móðir, Nichola Griffiths, deildi færslu á Facebook þar sem hún lýsir hryllingnum sem greip hana þegar hún áttaði sig á að sonur hennar var ekki svona bílveikur, heldur var gaddur í bílstólnum sem olli því að drengurinn hreinlega trylltist í bílferðum.

Max, sem nú er tveggja ára, fékk kast þegar hann var settur í bílstólinn. Í 18 mánuði þurfti skinnið litla að þola kvalir sem ollu því að hann öskraði, veinaði og kastaði stundum upp í bílferðum.

Auglýsing

sp2

Nichola lýsir því hvernig það hafi haft ofboðsleg áhrif á fjölskylduna tilfinningalega að hugsa til þess að drengurinn leið kvalir í allan þennan tíma, og segir að það hafi verið eins og hann hefði verið „í pyntingarklefa.“ Max reyndi allt hvað hann gat að sleppa þegar setja átti hann í bílinn og það voru næstum slagsmál að fá hann í stólinn.

Auglýsing

Foreldrarnir héldu að hann væri svona bílveikur en í eitt skipti þegar þau settu hann í engu öðru en bol í bílstólinn fékk hann sár á bakið: „Við héldum að hann væri bara að leika. Ég náði meira að segja í sjóveikistöflur í apótekið. Hann var samt of lítill til að segja hvað væri að.“

sp3

Héldu þau í fyrstu að hann hefði verið stunginn af býflugu en fundu enga. Svo skoðuðu þau stólinnn og komust að því að plastgaddur stóð upp úr miðjum stólnum.

„Það versta er að hugsa til áhættunnar sem við tókum óafvitandi. Við erum búin að keyra um allt land í ferðalögum. Ef við hefðum lent í slysi gæti hann hafa lamast þar sem gaddurinn var staðsettur á mænunni.“

sp1

Stóllinn er af gerðinni Britax Black Prince og kostar um 10 þúund í Bretlandi. Var stóllinn skoðaður af framleiðanda og viðurkenndu þeir að um galla væri að ræða. Nichola vill þó ekki fá annan stól frá þeim: „Um leið og við fórum að nota annan stól hurfu þessi vandræði. Hann elskar núna að fara í bíltúra.“

sp4

Vinsamlega deilið á foreldra með ung börn! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!