KVENNABLAÐIÐ

Herpes: Er það dauðasjúkdómur?

Ég er með herpes á kynfærum, búin að fara til læknis og fá úr því skorið. En það er margt sem að mér vantar að fræðast um í sambandi við þennan sjúkdóm. Ég er í sambúð og á börn og get alls ekki skilið hvernig ég smitaðist. Maðurinn minn hefur aldrei fengið einkenni herpes á kynfærum og hvorugt okkar hefur verið með öðrum síðan við byrjuðum saman fyrir 2 og hálfu ári síðan.

Auglýsing
  • Getur maðurinn minn verið með herpes án einkenna og getur hann hafa smitað mig? Get éghafa smitast af fyrri bólfélögum og gengið með sjúkdóminn svona lengi án einkenna?
  • Ef svo er getur veiran haft einhver áhrif á þau börn sem ég hef gengið með síðan?
  • Á síðasta ári vann ég við þrif, get ég hafa smitast af klósettum þar?
  • Ég varð mjög veik og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús síðasta vetur, þá fékk ég frunsu og mjög háan hita og krampa neðarlega í kviðarholið sem að setti fæðingu af mínu síðasta barni af stað löngu fyrir tímann. Fæðinguna var hægt að stoppa en læknar fundu aldrei út hvað var að og töluðu um að þetta gætu hugsanlega verið herpes einkenni en þó komu engin útbrot á kynfæri. þessi veikindi stöðu yfir í meira en viku með miklum hitasveiflum, allt uppí 42 gráður, og vanlíðan. Getur þetta ef að þetta voru herpes einkenn skaðað barnið mitt eða er bara hætta á að barn smitist þegar einkenni eru við fæðingu?
  • Maðurinn minn er með herpes 1 þ.a.s hann fær frunsur á munn inn á milli, getur hann hafa smitað herpes 1 á kynfæri og er hægt að sjá hvort að ég er með herpes 1 eða herpes 2?
    Get ég smitað manninn minn og börnin mín af almennri umgengni við þau, t.d með að nota sama klósett, sofa með sömu sæng og kyssa þau góða nótt?
  • Hvenær get ég byrjað að stunda kynlíf aftur án þess að eiga það á hættu að smita manninn minn?
    Læknirinn minn gaf mér „Aciclovir 200mg“ sem ég á að éta 5 sinnum á dag, hversu fljótt virkar lyfið og flýtir það fyrir að sárin grói og ég geti byrjað að stunda kynlíf?
    Þegar herpes blossar upp aftur þarf ég þá að fara aftur í kjallaraskoðun eða get ég fengið þetta lyf án lyfseðils eða bara með samtali við lækni?
  • Þegar herpes blossar upp aftur get ég þá smitað mannin minn við mök, þ.a.s get ég smitað áður en ég tek eftir einkennum?
    Get ég á einhvern hátt komið í veg fyrir að einkenni blossi upp, með t.d breyttu mataræði eða líferni, þá hvernig?
  • Eykur þessi sjúkdómur líkurnar á öðrum sjúkdómum þarna niðri t.d krabbameini?
  • Ég hef lesið mig til um að þetta veiki ónæmiskerfið fyrir HIV, hef ekki mjög miklar áhyggjur af því útaf hjúskaparstöðu en get ég smitast af HIV við annað en kynmök?

Ég er alveg í molum yfir að vera með þennan eylífa kynsjúkdóm og ég held að það gæti hjálpað mér ef ég gæti komist að því hvernig ég fékk sjúkdóminn allavega væri mikill léttir ef að hægt væri að útiloka eitthvað af þessu sem ég spyr um, þá hefði ég aðeins færri möguleika að pirrast yfir.

Með von um góð svör. Ein örvæntingafull.

Svar:
Þetta eru allt mjög eðlilegar spurningar og skil ég vel að það er erfitt að fá svör við þeim öllum hjá læknum. Ég ætla að reyna að svara þeim lið fyrir lið í stuttu máli.

Getur maðurinn minn verið með herpes án einkenna og getur hann hafa smitað mig? Get ég hafa smitast af fyrri bólfélugum og gengið með sjúkdóminn svona lengi án einkenna?
Svarið við báðum spurningum er í rauninni já. Stundum fær fólk einkenni frumsýkingar (getur líkst flensu) en tengir það ekki á nokkurn hátt við Herpes sýkingu. Það fær svo ekki áblástur (frunsur) heldur gengur með veiruna í sér án þess að hafa hugmynd. Það getur hins vegar verið smitandi þó það hafi ekki nein einkenni. Sennilega væri Herpes ekki svona algengt ef það smitaði bara þegar einkenni eru til staðar.

Á síðasta ári vann ég við þrif , get ég hafa smitast af klósettum þar?
Það er ákaflega ólíklegt og held ég að þú getir alveg útilokað það. Herpes smitast ekki af klósettsetum.

Ég varð mjög veik og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús síðasta vetur, þá fékk ég frunsu og mjög háan hita og krampa neðarlega í kviðarholið sem að setti fæðingu af mínu síðasta barni af stað löngu fyrir tímann. Fæðinguna var hægt að stoppa en læknar fundu aldrei út hvað var að og töluðu um að þetta gætu hugsanlega verið herpes einkenni en þó komu engin útbrot á kynfæri. þessi veikindi stöðu yfir í meira en viku með miklum hitasveiflum, allt uppí 42 gráður, og vanlíðan. Getur þetta ef að þetta voru herpes einkenn skaðað barnið mitt eða er bara hætta á að barn smitist þegar einkenni eru við fæðingu?
Þetta gæti hafa verið frumsýking. Hún getur lýst sér einmitt með hita og flensueinkennum. Þá fékkstu líka frunsu. Börnin geta smitast af Herpes fyrir fæðingu, í fæðingunni og eftir fæðinguna.

  • Fyrir fæðingu: Sjaldgæft! Gerist helst þegar konan fær frumsýkingu, þá er möguleiki á að veiran komist yfir fylgju.
  • Í fæðingu: Algengast að börn sem hafa smitast af Herpes smitist í fæðingu.
  • Eftir fæðingu: Í gegnum snertingu við sýkta foreldra eða aðra sem umgangast barnið.

Líkurnar á því að ungabörn sýkist af mæðrum sem sögu um Herpes, sem eru einkennalausar, eru 4 á móti 10.000. Sem sagt litlar líkur, en getur verið alvarlegt vandamál. Herpes getur valdið heilabólgum hjá ungabörnum en það hefur vanalega komið fram fyrir þriggja mánaða aldur.

Maðurinn minn er með herpes 1 þ.a.s hann fær frunsur á munn inn á milli, getur hann hafa smitað herpes 1 á kynfæri og er hægt að sjá hvort að ég er með herpes 1 eða herpes 2?
Herpes 1 veldur ekki bara varaáblæstri og Herpes 2 veldur ekki bara kynfæraáblæstri. Sennilega er það svona 60% á móti 40%, þ.e. í 60 prósent tilfella er það Herpes 2 sem veldur kynfæraáblæstri og í 40% tilfella er það Herpes1. Þetta er öfugt með varaáblástur. Því smitast Herpes bæði upp og niður við kynlíf óháð því hvaða veira þetta er. Ef þú ert smituð af Herpes 1 þá hefur ónæmiskerfið myndað eitthvað af mótefnum gegn veirunni. Þessi mótefni vernda þig að einhverju leyti fyrir Herpes 2. Því fær fólk ekki eins slæmar frumsýkingar ef það smitast af til dæmis Herpes 2 hafi það mótefnin í sér. Hægt er að rannsaka hvort þú ert með Herpes 1 eða 2 með því að mæla þessi mótefni í blóði. Það er ekki hægt að sjá muninn með berum augum.

Get ég smitað manninn minn og börnin mín af almennri umgengni við þau, t.d með að nota sama klósett, sofa með sömu sæng og kyssa þau góða nótt?
Herpes smitast ekki af klósettum eða með sængurfötum. Þú getur vissulega smitað þau af því að kyssa þau. Líkurnar á að þú smitir þau með því að kyssa þau eru ekki miklar ef þú ert ekki með frunsu og því skaltu alls ekki hætta að kyssa börnin þín.

Hvenær get ég byrjað að stunda kynlíf aftur án þess að eiga það á hættu að smita manninn minn?
Það er ekki til neitt sem heitir öruggt kynlíf. Þið skuluð þó nota smokk þegar þú hefur einkenni og dagana í kring.

Læknirinn minn gaf mér „Aciclovir 200mg“ sem ég á að éta 5 sinnum á dag, hversu fljótt virkar lyfið og flýtir það fyrir að sárin grói og ég geti byrjað að stunda kynlíf? Þegar herpes blossar upp aftur þarf ég þá að fara aftur í kjallaraskoðun eða get ég fengið þetta lyf án lyfseðils eða bara með samtali við lækni?
Það styttir tímabilið sem það tekur sárin að gróa. Þeir sem eru með slæmar sýkingar taka lyfið stöðugt sem bælimeðferð. Aðrir eiga það og taka um leið og einkennin byrja á ný. Til þess að þú getir það er ekki nóg að fara til læknis því þú ert þá orðin of sein. Þú þarft að eiga til eitthvað af því til að geta brugðist fljótt við þegar einkennin koma fram. Fólki finnst þetta virka misjafnlega vel og lyfið er alls ekki laust við aukaverkanir. Þú ættir ekki að taka það ef þú ert ennþá með barnið þitt á brjósti, nema það þyki meiri áhætta fyrir barnið að þú fáir Herpes sýkingu á ný.

Þegar herpes blossar upp aftur get ég þá smitað mannin minn við mök, þ.a.s get ég smitað áður en ég tek eftir einkennum?
Eins og ég sagði þá er ekki til neitt sem heitir öruggt kynlíf, en til að lifa öruggara kynlífi ættuð þið að nota smokk þegar einkenni eru til staðar og í nokkra daga á eftir. Flestir finna fyrir einkennum áður en þeir fá útbrot. Það eru þá helst taugastingir sem þeir finna á þeim stöðum sem áblásturinn kemur á.

Get ég á einhvern hátt komið í veg fyrir að einkenni blossi upp, með t.d breyttu mataræði eða líferni, þá hvernig?
Það er með þetta eins og aðra sjúkdóma, fjölbreytt mataræði er af hinu góða. Það sem þú ættir að vara þig á eru ljósabekkirnir. Herpes kann vel við sig í sólarljósi og besta leiðin til að framkalla frunsu er jú að fara í sólbað.

Eykur þessi sjúkdómur líkurnar á öðrum sjúkdómum þarna niðri t.d krabbameini?
Hugsanlega, það eru þó sáralítið. Þetta er ekki eins og kynfæravörtur að því leyti. Þú skalt þó halda áfram að fara reglulega í krabbameinsskoðun.

Auglýsing

Ég hef lesið mig til um að þetta veiki ónæmiskerfið fyrir HIV, hef ekki mjög miklar áhyggjur af því útaf hjúskaparstöðu en get ég smitast af HIV við annað en kynmök?
Það er rétt að það eru auknar líkur á HIV smiti sé fólk smitað af öðrum kynsjúkdómi. Það gerist þó þannig að það er sár á slímhúðinni í t.d. leggöngunum þar sem HIV veiran á auðveldara með að komast inn. Því má segja að það aukast líkurnar á HIV smiti við kynmök en ekki annað – og þá þarf sá sem þú sefur hjá að sjálfsögðu að vera HIV smitaður.

Ég er alveg í molum yfir að vera með þennan eilífa kynsjúkdóm og ég held að það gæti hjálpað mér ef ég gæti komist að því hvernig ég fékk sjúkdóminn allavega væri mikill léttir ef að hægt væri að útiloka eitthvað af þessu sem ég spyr um, þá hefði ég aðeins færri möguleika að pirrast yfir. með von um góð svör.
Mundu að Herpes vill vera í 37 gráðu hita, hann kann ekki við sig þar sem hitinn fer niður fyrir það. Herpes vill vera í raka og þvi deyr hann í þurrki. Þvi smitast Herpes ekki af´klósettsetum eða sængurfötum eða handklæðum. Herpes smitast ekki heldur í sundlaugum. Varðandi framtíðina hjá þér þá er það ekki dauðadómur að fá Herpessýkingu. Þetta getur verið mjög leiðinlegt fyrst um sinn og sumir fá áblástur allt að 6 sinnum á ári. Þetta minnkar svo og eldist hreinlega af fólki.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!