KVENNABLAÐIÐ

Venus Williams uppljóstraði um kyn ófædds barns systur sinnar, Serenu Williams

Venus Williams glopraði út úr sér kyni barnsins sem systir hennar gengur með. Kemur það á óvart og var sennilega ekki ætlunin því Serena hafði sagt við fjölmiðla að kynið ætti að „koma á óvart.“ Í viðtali við tímaritið Vogue var hún spurð og sagði hún þá: „Við erum að bíða. Það á að koma á óvart. Við köllum það „barnið.““

Venus var í viðtali eftir að hafa unnið Kurumi Nara í opna franska meistaramótinu og var hún spurð um barnið. Þá talaði hún alltaf um „hana“ og gæti ekki beðið eftir að verða uppáhalds frænkan (e. aunt) en það þýðir á ensku að vera móðursystir. Einnig sagði Venus að hún myndi óska þess heitast að stúlkan yrði nefnd eftir sér.

Auglýsing

sere

Serena og Alexis Ohaninan tilkynntu um trúlofun sína í desember 2016 eftir að hafa verið að hittast í tvö ár. Í apríl setti Serena mynd af sér á Snapchat sem sagði „20 vikur.“ Talsmaður Serenu segir að hún muni ekki keppa neitt á árinu 2017 en hafi í hyggju að koma aftur árið 2018. Vann hún opna ástralska meistaramótið þegar hún var orðin ólétt!

Auglýsing

Alexis stofnaði hinn gríðarlega vinsæla samfélagsmiðil Reddit og er frá San Fransisco. Þegar Serena var spurð hvort þau ætluðu að setjast að þar sagði hún: „Það er stóra spurningin,“ og samþykkti að borgin væri dásamleg og svo sagði hún: „Ég gæti allavega ekki hugsað mér að vera föst á jafn fallegum stað!“

Heimild: Hello

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!