KVENNABLAÐIÐ

Ný pilla í baráttunni gegn offitu

Milljónir manna gætu lést um meira en 12 kíló með því að taka pillu sem inniheldur blöðru, samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöðurnar voru birtar á stærstu offituráðstefnu í heimi og sýna þær að pillan geti verið sniðugur valkostur umfram hjáveituaðgerð. Sérfræðingar hjá bresku heilsugæslunni (NHS) segja að taki þeir pilluna inn gæti það verið lausn fyrir milljónir Breta sem glíma við ofþyngd, en einn af hverjum fjórum er of feitur.

Auglýsing

Eftir að pillan er gleypt myndast blaðra í maganum og er hún fyllt með vatni með sérstöku röri sem fylgir með og takmarkar þannig hitaeiningafjölda sem manneskjan getur innbyrt. Rannsókn á 42 fullorðnum einstaklingum sýndi að þeir léttust um rúm 15 kíló á fjórum mánuðum. Er talað um svokallað „magaband í töfluformi“ en magaband gerir sama gagn – minnkar umfang magans og þess sem hægt er að neyta. Pillan hefur nú fengið öll tilskilin leyfi og mun kosta um 400.000 ISK. Er þetta sniðug lausn fyrir þá sem eru með BMI 30 eða hærra.

Auglýsing

Rannsakendur frá háskólanum í Róm segja að blöðrutæknin geti verið sniðugt til að minnka kostnað offitusjúklinga við heilbrigðisþjónustu. Þarf læknir ekki að ávísa pillunni heldur er hægt að fá hana hjá næringarfræðingum eða þess háttar.

 

Heimild: Telegraph

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!