KVENNABLAÐIÐ

Þetta geturðu gert við allar glerkrukkurnar sem þig langar að endurnýta

Hafiði tekið eftir því hvað allt fyllist af og til hjá manni af glerkrukkum, krukkur utan af ólífum, sultum, pastasósu … allt í krukkum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að útfæra áður en þið hendið þeim bara í ruslið sem er súper óumhverfisvænt og algjört skamm skamm …

Búið til merkimiða og nýtið krukkurnar undir þurrmat úr pökkum og losið ykkur við umframplast og pappa sem auðveldara er að endurvinna en gler.

Auglýsing

7-of-the-best-container-ideas-for-your-empty-glass-jars-1

Vefjið vír utan um krukkuhálsinn og búið til handfang úr vír og hengið upp sem einfalda en fallega blómavasa.

7-of-the-best-container-ideas-for-your-empty-glass-jars-4

Krukkur undir bómullarhnoðra og eyrnapinna fyrir baðherbergið. Snilld!

7-of-the-best-container-ideas-for-your-empty-glass-jars-2

Auglýsing

Sveitalegt og fallegt á veisluborðið, hnífapör og tauservétta í krukku fyrir hvern og einn

6690ea1513055bffa4d55b651f61f9d1

Gatið lokið og notið undir matarsóda í þrifin eða jafnvel undir kanelsykurinn

7-of-the-best-container-ideas-for-your-empty-glass-jars-3

Hvar á að geyma lyklana? Nú í krukku við andyrið!

7-of-the-best-container-ideas-for-your-empty-glass-jars-5

Búðu til míní gróðurhús með kaktus eða þykkblöðung

1811a40d6c6c3f140bafaa7f64dfb970

Klinkkrukka fyrir alla fjölskylduna

jxazzteu

Skreyttu krukku með glerlitum og búðu til þína eftirlætisdrykkjarkrús

7-of-the-best-container-ideas-for-your-empty-glass-jars

Svona lítil hengi er einfalt að hnýta og svo má hengja krukkurnar út í tré í sumar!

7f49a0b527a2a86d01a15049364672d4

Innigarðurinn þarf ekki að kosta mikið og kryddjurtir eru einstaklega fallegar í krukkum. Munið bara að setja grófa steina í botninn svo að það lofti um moldina.

Auglýsing

730911ea0156cd3c2976c44aa44762ab

Það má dúlla yfir sig og mála lokið og splæsa í glerskápahúna

088c4e127b3201a614cc730fb8ca9f7a

Möguleikarnir eru endalausir …

5e9ecd5ae13aa9659c26b05e88f2e202

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!