KVENNABLAÐIÐ

Fangelsuð fyrir að sprauta sementi og lími í þjóhnappa fólks

Kona frá Flórída í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í 10 ára fangelsi fyrir að stunda lýtalækningar án leyfis. Einn viðskiptavinur hennar lést eftir að hún sprautaði sementi, þéttiefni fyrir dekk og lími í þjóhnappa hennar.

Oneal Ron Morris, 36, er einnig þekkt sem “Toxic Tush Doctor,” kom fyrir dómara á dögunum þar sem hún gekkst við manndrápi. Dómurinn verður skilorðsbundinn til fimm ára. Þrátt fyrir að Morris sé transkona mun hún afplána í fangelsi fyrir karla.

Auglýsing
Morris
Morris

Ættingjar og vinir fórnarlambsins, hinnar 31 árs Shatarka Nuby, fóru fram á harðari dóm, en hún lést árið 2012: „Dóttir mín lést hörmulegum dauða,“ segir móðir Shatarka, Sherri Pitts: „Í átján mánuði kvaldist hún án þess að vita hvað væri í líkama hennar. Læknarnir gátu ekkert gert fyrr en að þeir vissu við hvað væri að eiga.“ Nuby greiddi Morris 2000 dollara til að umbreyta rassi, mjöðmum, lærum og brjóstum á árunum 2007-2010. Fyrir dauða hennar höfðu staðirnir sem sprautaðir höfðu verið orðið harðir og var um mikinn litamun að ræða á þeim svæðum. Vitni sagðist hafa séð Morris sprauta lími í Nuby.

butt3

Morris hefur neitað allri sök: „Ég hef aldrei og myndi aldrei sprauta manneskju með einhverju sem ég vissi ekki hvað væri,“ sagði hún fyrir dómi. Lögfræðingur hennar sagði að viðskiptavinir hennar hefðu vitað að hún hefði ekki tilskilin leyfi: „Allir deila sök í þessu máli. Fórnarlömbin tóku áhættu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!