KVENNABLAÐIÐ

Tærnar sem rötuðu í heimsfréttirnar: Myndir

Fólk stendur á öndinni eftir að hafa séð myndir sem birtar voru á kínverska blogginu Dcar. Af hverju? Jú, við getum sagt að tærnar á myndinni eru óvenju langar! Konan sem vill ekki láta nafns síns getið er háskólastúdent í Taiwan og birti hún einungis myndir af tánum sínum: „Síðan ég var krakki hafa tærnar á mér vakið mikla athygli, sérstaklega þegar ég var berfætt í sandölum. Fólk átti til að hópast í kringum mig og tala um mig eins og ég væri dýr.“

Auglýsing

tær3

Hún segist hafa verið lögð í einelti vegna þess og fólk hafi líka gert grín að henni og spurt hvort hún notaði þessar „fjórar hendur“ til að klifra í trjám.

tær2

Eru tærnar eitthvað sem kallað er „grískur fótur“ (e. ‘Greek foot.’) Konan er einungis 151 cm á hæð þannig það er enn ótrúlegra hversu stóra fætur hún hefur. Segir hún að þetta sé ættgengt þar sem foreldrar hennar eru bæði með langar tær. Þegar hún var lítil fannst henni hún eðlileg: „Þegar ég sá aðrar tær hugsaði ég: „Af hverju eru þessar tær svona stuttar?““

tær1

Auglýsing

a tær

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!