KVENNABLAÐIÐ

Fimm manna fjölskylda fékk nóg af leigumarkaðnum og flutti í þennan skólabíl

Fyrir þremur árum fékk fjölskylda nokkur nóg – að borga um 170.000 íslenskar í leigu á mánuði fyrir utan allt hitt. Brian Sullivan og eiginkona hans Starla ákváðu að lífið væri ekki þess virði að lifa því í þannig áþján þannig þau keyptu sér gamlan skólabíl sem þau breyttu í þægilegt húsnæði fyrir fjölskylduna.

l5

 

Auglýsing

 

Í mars árið 2014 fengu Brian (29) og kona hans (26) nóg af leigumarkaðnum í Renton, Washingtonríki, Bandaríkjunum. Brian vann í klukkutíma fjarlægð frá vinnustaðnum og hann þurfi alltaf að vinna yfirvinnu til að hafa efni á leigunni. Langaði þau að eiga sitt eigið húsnæði og eftir að hafa horft á YouTube myndbönd þar sem fólk var að komast af með lítil hýsi ákváðu þau að taka áhættuna.

l4

Í aprílmánuði 2014 keyptu þau ónotaðan skólabíl fyrir um 310.000 ISK og svo eyddu þau um þremur milljónum í að breyta honum í heimili fyrir þau og þrjú börn.

„Brian var alltaf svo lengi í vinnunni og við þurftum oft að bíða í þrjá tíma til að hitta hann því hann var fastur í umferð, við sáum hann aldrei. Þannig við ákváðum að breyta til. Við borgum 1/3 af því sem við borguðum áður og við höfum aukapening til að borga skuldir og námslán.“

Auglýsing

Myndbandið sem breytti lífi þeirra var um fjölskyldu sem einnig bjó í strætó. „Okkur fannst fólk klikkað að búa í rúti. Við horfðum á hvort annað og spurðum: „Vilt þú búa í rútu með mér?“ Ég hló en henni var alvara. Ég fór að hugsa þetta í vinnunni daginn eftir og áttaði mig á að þetta væri í raun ekki slæmur kostur – við gætum alltaf keyrt ef þyrfti.“

l6

Fjölskyldan hófst handa við að breyta „Berthu gömlu“ í almennilegt heimili. Það var hvorki auðvelt né einfalt en þeim tókst það. Þeim tókst að búa til eldhús með ofni, þvottavél, salerni og meira að segja bað fyrir börnin þeirra þrjú. Það besta við þetta allt er að þau greiða einungis um 55.000 ISK á mánuði, miðað við tæpar 170.000 áður.

Big-Bertha-bus-home3

 

„Það getur vel verið að við séum klikkað fólk en þetta virkar. Nú eigum við pening til að borða það sem okkur lystir og sjá alla þá staði sem við viljum,“ segir Brian.

Big-Bertha-bus-home4

 

„Þetta er samt enginn dans á rósum, það frýs í pípunum og við höfum ekkert rennandi vatn….gasið klárast um miðja nótt og rafmagnið fer af,“ segir Starla. „Samt….þegar það gerist er ég bara þakklát fyrir að þetta gerist einstöku sinnum, ekki alltaf!“

 

Big-Bertha-bus-home5

 

Rýmið þarf einnig að skipuleggja vel til að allir hafi sitt næði.

Big-Bertha-bus-home6

Fjölskyldunni dettur ekki í hug að fara aftur á leigumarkaðinn. Þau hafa ákveðið að búa í skólabílnum þar til yngstu börnin flytja að heima: „Við ætlum ekki að fara aftur í hefðbundna íbúð. Hugmyndin er bara fáránleg.“

Þú getur fylgst með Sullivan fjölskyldunni á YouTube:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!