KVENNABLAÐIÐ

Sköllóttir menn taldir valdameiri, gáfaðari og karlmannlegri

Ný rannsókn leiðir í ljós að fólk telur sköllótta menn valdameiri og sterkari en aðra, samkvæmt háskólanum í Pennsylvania. Aðalrannsakandinn Albert E. Mannes (sem er reyndar sköllóttur sjálfur!) framkvæmdi rannsókn árið 2012 með 59 sjálfboðaliðum. Hann vildi fá viðbrögð fólksins þegar það sá myndir af sköllóttum mönnum (annaðhvort náttúrulega eða með rökuð höfuð).

Fengu viðföngin að sjá hverja mynd tvisvar, einu sinni mann með hár og svo þann sama með ekkert hár. Taldi fólkið að án hárs væru mennirnir valdameiri, stærri og sterkari. Athyglisvert var þó að mennirnir urðu að vera algerlega hárlausir. Skallablettir eða skalli að hluta var ekki talið kynþokkafullt og sýndist fólki þeir vera veikari.

Auglýsing

skalli in

Önnur rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Saarland með yfir 20.000 þáttakendum gaf til kynna að sköllóttir menn væru gáfaðari vegna þess þeir litu oft út fyrir að vera eldri.

Áður trúðu vísindamenn því að sköllóttir menn væru líka kynferðislega virkari því þeir töldu að hármissirinn væri tengdur of háu testósterónmagni. Það er þó ekki rétt því hormónið DHT orsakar skalla. Það hefur einungis áhrif á hársekkina en ekki almenna líkamsstarfsemi.

Vinsæl sköllótt kyntákn eru: Jason Statham, Bruce Willis og Michael Jordan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!