KVENNABLAÐIÐ

Svona getur þú styrkt björgunarsveitirnar!

Landsmenn treysta í dag á björgunarsveitir landsins til að leita að Birnu Brjánsdóttur og binda miklar vonir við að þær verði einhvers vísari í þessu hörmulega máli. Óeigingjarnt starf fólks í því samhengi er ómetanlegt og er fjölskylda Birnu þeim afar þakklát eins og greint hefur verið frá. Margir hafa verið að hvetja t.d. olíufélögin til að styrkja björgunarsveitamenn og margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki styrkja Landsbjörgu með fjárframlögum og matargjöfum, eins og komið hefur fram í fréttum.

Auglýsing

Á heimasíðu Landsbjargar segir:

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.

Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.

Íslendingar eru ótrúlegir þegar kemur að samstöðu í málum sem þessum og með því að styðja Landsbjörgu eða gerast „bakverðir“ eins og kallað er með fjárframlögum sýnum við þakklæti í verki.

Smelltu hér til að gerast bakvörður!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!