KVENNABLAÐIÐ

Búið að stöðva för Polar Nanoq af danska varðskipinu

Triton, danska varðskipið, hefur nú náð að stöðva för Polar Nanoq sem viðist vera staðsett í rauntíma á 1,3 hnútum. Polar Nanoq er miklu minna skip en Triton þannig það fer hægar yfir. Triton eru á 13,3 hnútum – virðist vera fullur hraði og Polar Nanoq er stöðvað, hægt er að gera ráð fyrir því að um skekkjumörk sé að ræða þannig skipið hefur greinilega verið stöðvað eða er á allra minnsta hraða sem mögulegt er. Þess vegna má því vera ljóst að danska varðskipið hefur náð grænlenska skipinu. Upplýsingar um þetta er að finna á marinetraffic.com.

Birnu Brjánsdóttur er leitað eins og kunnugt er. Talið er að skipverjar á Polar Nanoq hafi keyrt umræddan Kia Rio bíl sem talið er að Birna hafi verið farþegi í nóttina sem hún hvarf.

Óstaðfestar fregnir herma að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi einnig verið með í för og skipið sé á leið aftur til Íslands, skv. Mbl.

Fréttin verður uppfærð.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!