KVENNABLAÐIÐ

Vilhjálmur prins huggar föðurlausa 9 ára stúlku

„Veistu, ég missti líka mömmu mína þegar ég var ungur eins og þú,“ heyrist Vilhjálmur prins segja við Aoife, níu ára stúlku, í meðfylgjandi myndbandi sem misst hefur föður sinn. Fóru hann og Kate í heimsókn til samtaka í austur-London sem sérhæfa sig í ástvinamissi. Vilhjálmur heldur áfram: „Ég var 15 ára og bróðir minn 12. Svo við misstum mömmu okkar líka. Talar þú um pabba þinn? Það er mjög mikilvægt að tala um hann, mjög, mjög mikilvægt.“

Marie, móðir Aoife, sagði á eftir: „Ég trúði því ekki þegar hann fór að tala um móður sína. Það var mjög tilfinningaþrungið og ég þurfti að þvinga mig til að gráta ekki. Ég fór næstum að gráta. Ég segi börnunum mínum að ef þau taka eitthvað með sér frá þessum degi þá er það einmitt þetta: Hversu mikilvægt það er að tala. Börn gleyma ekki. Stundum er það sárt en við getum munað eftir góðu stundunum líka.“

Auglýsing

Prinsinn hefur sjaldan tjáð sig um móðurmissinn en hefur þó sagt að eftir að Díana prinsessa dó var hann mjög reiður, syrgjandi unglingur. Á komandi mánuðum eru 20 ár síðan Díana lést.

Harry prins hefur sagt að hann hafi séð eftir að hafa ekki fyrr byrjað að tjá sig um hvaða áhrif andlát móður hans hafði á hann.

Child Bereavement UK eru samtökin sem um ræðir. Þau voru stofnuð árið 1994 og var Díana prinsessa ötull talsmaður þeirra, bæði foreldra sem misst hafa börn og börn sem hafa misst foreldra sína.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!