KVENNABLAÐIÐ

Svona geta konur lært að njóta kynferðislegs unaðar

Loksins er „í lagi“ að brjóta niður múrana hvað kynferðislega fullnægju kvenna varðar á afgerandi hátt. OMGYes er vefsíða sem kennir konum nákvæmlega, skref fyrir skref, að kynnast sjálfri sér og njóta. Miða upplýsingarnar að betri fullnægju kvenna, bæði fyrir þær sjálfar sem og félaga þeirra.

12 meginaðferðir eru notaðar s.s. taktur, margföldun, uppsetning og fleira.

emm

Vefsíðan rataði í fréttirnar á dögunum þegar leikkonan Emma Watson sagðist vera notandi. Það sem gerir vefsíðuna þó einstaka er að efnið er afar „berort” svo að segja og sýna sjálfboðaliðar með sýnikennslu hvernig þær njóta sín í kynlífinu. Einnig er hægt að fá hreinlega kennslu á skjánum þar sem konur geta æft og þróað sína tækni. Miðað við klámmyndir sem sýna sjálfsfróun kvenna fyrir karlmanninn er þetta afar nautnafull myndbönd og án nokkurra stæla og kvenfólki til örvunar (á fleiri en einn hátt!)

Þau eru mjög jarðbundin og það finnst fólki kannski skrýtið, en það er það samt ekki. Við erum bara ekki vön að heyra konur tala svo opinskátt um fullnægingu, örvun og hvað kemur þeim til. Þetta er ekki klám. Þetta er frekar eins og að tala við nána vini sína.

Samkvæmt könnun sem Cosmopolitan gerði fá aðeins 57% kvenna leggangafullnægingu með maka, miðað við að 95% karla fá fullnægingu við samfarir. Það er vissulega vandamál ef maki þinn veit lítið um snípinn og það er algengara en fólk heldur!

HÉR er vefsíðan og HÉR er Facebooksíðan þeirra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!