KVENNABLAÐIÐ

Uppgötvaði að unnustinn væri náskyldur henni: Hann hafði vitað það í heilt ár

Þrátt fyrir hinar venjulegu uppákomur í sambandi taldi ung ónefnd kona að hún væri bæði í heilbrigðu og hamingjusömu sambandi. Hún hafði hitt mann sem hún kallar Jamie fyrir tveimur árum og þau urðu strax bálskotin í hvort öðru. En Adam var ekki lengi í paradís… Fyrir skömmu gerðist atvik sem varpaði skugga á tilvonandi brúðkaup þeirra. Sex vikur eru í brúðkaupið og fór þessi nafnlausa kona á Reddit til að fá ráð hjá notendunum.

Hún lýsir Jamie sem sálufélaga sínum og sagði að hún kæmi frá lítilli fjölskyldu. Hún var alin upp af einstæðri móður með lítið samband við föður sinn.

Fjölskylda Jamies var alger andstæða – þau eru samheldin og stóra systir hans er orðin besta vinkona hennar: „Mér fannst þau alltaf fullkomin fjölskylda,” segir þessi unga kona. Við undirbúning brúðkaupsins, þegar hún ætlaði að fara að senda út boðskortin, minntist tilvonandi tengdamóðir hennar á að faðir Jamies væri í raun stjúpfaðir hans.

Auglýsing

Svo rann hinn skelfilegi sannleikur upp:

„Ég bað um að fá að sjá mynd af alvöru pabba hans og það leið næstum því yfir mig þegar hún sýndi mér mynd af pabba mínum.”
Einhvernveginn tókst henni að halda andliti og gat beðið þar til hún kom heim til að ræða við Jamie. „Ég var grátandi, öskrandi. Hann sat bara þarna, iðandi.”

Það versta átti eftir að koma:

„Að lokum játaði hann að hafa vitað þetta í heilt ár en vildi ekki segja mér þetta af ótta við að missa mig. Þar sem við vorum bæði með á hreinu að við vildum ekki börn sá hann ekki vandamálið við að halda þessu leyndu.”

Núna líður konunni afar illa. Henni finnst hún, skiljanlega, svikin og hún er full viðbjóðs. Hún hefur velt fyrir sér að slíta samvistum en málið er örlítið flóknara en það: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er búin að leggja svo mikið fé í brúðkaupið og fæ flest ekki endurgreitt. Fyrir utan það – hvernig í ósköpunum á ég að útskýra málið fyrir fjölskyldu og vinum? Svo fyrir utan það þá elska ég hann enn. Því miður. Ég veit við getum ekki verið saman en þar til í gær hélt ég að við myndum verða gömul saman. “

Ráð Redditnotenda voru flest á þá leið að hún yrði að hætta við brúðkaupið. „Sex vikur er ekki of langur tími til að finna út hvað þú vilt gera. Ef þú drífur brúðkaupið af – með öllum lygunum og fyrir utan að það er sennilega ólöglegt – ertu að setja upp enn stærri vanda fyrir þig,” sagði einn notandi.

Auglýsing

„Hættu við það, fáðu endurgreitt eins og hægt er, finndu góðan sálfræðing og gefðu sjálfri þér tíma til að jafna þig.”

Parið ákvað að tala við foreldra Jamies og segja þeim frá þessu: „Það fór skelfilega. Þau ákváðu að hætta allri fjárhagsaðstoð við okkur sem er ömurlegt, þau voru að borga stóran hluta í íbúðinni okkar. Eins og þau brugðust við var bara forsmekkurinn af því hvernig aðrir eiga eftir að bregðast við… Við höfum samt ákveðið að hætta saman, við ætlum að fara og ræða við föður okkar og fara í DNA próf.”

Hvort það þýði að von sé fyrir parið unga verður að koma í ljós.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!