KVENNABLAÐIÐ

Fylltu varirnar að hætti Marilyn Monroe!

Hin goðsagnakennda Mailyn Monroe notaði afskaplega nákvæma tækni á varirnar sínar sem oftar en ekki voru fagurrauðar. Til að gera varirnar fyllri notaði hún mismunandi tóna af litum og glossi til að búa til vídd. Laramie Glen, förðunarfræðingur og höfundur bókarinnar Book Your Look, skoðaði tæknina og skipti henni í nokkur stig. Hér er aðferðin:

mm-1

Í fyrsta lagi þarf að móta varirnar. Best er þó að „skrúbba“ þær á undan eða tannbursta þær létt til að losna við auka húðflögur sem geta verið í vegi. Best er að nota dekksta varablýantinn þinn.

mm2

Búðu til festu

Notaðu rauðan og fylltu í varirnar með blýanti. Einbeittu þér í útjaðra varanna og notaðu stuttar strokur frá útjaðrinum og inn að miðju.

mm3

Blandaðu litinn

Með skærasta rauða litnum þínum (best er ef hann er mattur) byrjaðu á miðju varanna og notaðu stuttar strokur til að blanda litinn. Ekki fara of nærri línunni til að eyða því ekki sem þú varst búin að byggja upp, en þetta stig er nauðsynlegt til blöndunar.

mm4

Lýstu upp

Notaðu bursta eða fingurgómana til að lýsa upp varirinar (highlighter krem er tilvalið). Settu það á miðja neðri vör. Þetta býr til fyllingu og setur fókusinn á miðju munnsins.

mm5

Nærðu þær

Notaðu varasalva til að gefa vörunum raka. Best er að nota salva frekar en gloss, þannig færðu rakann án þess að ofgera hlutunum.

Voilá! S
Voilá! Svona ætti útkoman að líta út

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!