KVENNABLAÐIÐ

Bráðfyndin jólakveðja frá kettinum Christjáni!

Unnar Friðlaugsson skrifar: Sumir kattaeigendur kalla sig kisupabba og kisumömmu og fleira í þeim dúr, sem er vel. Mér finnst það svolítið skrýtið en er alveg sama, fólk gerir og segir það sem því sýnist. Ég deili húsnæði með kettinum Christjáni og hef gert s.l. eitt og hálft ár, frá því hann varð nógu gamall til að mér væri treystandi fyrir honum.

Auglýsing

Við erum báðir einhleypir, gagnkynhneigðir, annar okkar er geldur en við erum vissulega mjög nánir. Þó kemur mér alltaf á óvart þegar fólk kallar okkur feðga, talar um son minn eða kallar mig pabba (sko kattarins, tek fram að ég á gullfallega, 10 ára dóttur og hef því verið kallaður pabbi áður).

chri3

 

 

Og þetta gerir ótrúlegasta fólk. Við fluttum í fyrravor, duttum í leigusalalukkupott og erum í kjallara hjá kattelskandi hjónum á besta aldrinum, virðuleg bæði og settleg. Ég hélt Christjáni inni til að byrja með á meðan hann var að venjast íbúðinni, fór með hann út í ól til að venja hann við umhverfið því hann hafði verið inniköttur vegna aðstæðna í fyrra húsnæði. Við vorum í einhverjar vikur að dunda við þetta, en dag einn hringir leigusalinn í mig í vinnuna og segir alvarlegur að hann vildi láta vita að sonur minn væri fyrir utan. Hjartað í mér hætti að slá og á tveimur sekúndum flaug þvílíkt magn hugsana í gegnum huga mér að mér endist ekki ævin til að skrifa þær niður! (á engan son!!) Þar til hann bætti við; „..hann virðist reyndar vera búinn að missa af sér ólina…“

Auglýsing

Óviðkomandi mömmum og pöbbum þá gerðist það eitt sinn að ég var við annan mann í röð í Bónus. Vinur minn spurði mig frétta af kettinum og um leið og ég byrjaði að svara honum kom fullorðin kona í röðina fyrir aftan okkur og hefur sennilega heyrt þetta;

U: Bara fínt, hann er orðinn eins árs, feitur og flottur!
V: Hvað heitir hann aftur?
U: Christján!
V: Var hann ekki eitthvað veikur þarna fyrst?
U: Jú, og ég var líka bara ekki með matinn hans á hreinu. Fór með hann á spítalann og kellingin var ekkert hress með mig, sagði að ég hefði getað drepið hann og ég varð að gefa honum einhverja spes mjólk á tveggja tíma fresti.
V: Vá, á nóttunni líka?
U: Neinei, lét hann eiga sig á nóttunni, enda sefur hann alltaf uppí og vælir einstaka sinnum ef eitthvað er að.
V: Og hvað, lagaðist þetta svo?
U: Jájá, nú gef ég honum bara allskonar að éta, hann vill náttúrulega alltaf það sem ég er að borða en ég er að reyna að vera harður og láta hann bara skilja að það sé ekki í boði… en ef eitthvað dettur í gólfið eða svoleiðis þá getur maður ekki annað en leyft honum að fá, fæ stundum afganga úr vinnunni líka.

Þarna varð mér litið á konuna fyrir aftan okkur og augnaráðið, munnsvipurinn og eiginlega liturinn á andlitinu á henni var eitt það grimmasta og óhugnalegasta sem ég hef séð! Tókst þó að útskýra fyrir henni að við værum að tala um kött en ekki barn. Hún sá samt ekki húmorinn í þessu og var alveg steinhissa að einhver köttur héti Kristján, næstum bara reið yfir því. Hún var rokin áður en ég náði að hósta því uppúr mér að honum hefði verið gefið nafn áður en hann tók mig að sér, og mér hefði ekki dottið í hug að breyta því, frekar en hann mínu!

chri2

Fyrstu og hingaðtil einu jól Christjáns voru í fyrra, þá fór ég með hann til systur minnar og kvöldið fór eiginlega í að leita að honum og elta hann. Þess vegna voru bara teknar tvær jólamyndir af honum og þær fylgja þessum pósti.

15284003_1239055342821141_3390770251331481114_n

15284857_1239055339487808_9066807077651785088_n

Hananú, jólakveðjan komin þetta árið, hafið það sem allra best!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!