KVENNABLAÐIÐ

Var nauðgað 43.000 sinnum áður en hún var 16 ára

Hún var neydd í vændi aðeins 12 ára gömul og var nauðgað af þrjátíu mönnum á dag. Í dag er hún fórnarlamb mansals í bata, svo að segja, og hún hefur helgað líf sitt að hjálpa öðrum í sömu stöðu.

Karla Jacinto frá Guadalajara, Mexíkó er í dag 24 ára gömul. Þegar hún var 12 ára lokkaði maður hana til sín með gjöfum og peningum og fór hún því frá fjölskyldu sinni sem mikil óregla ríkti. Hún hafði ekki hugmynd um hvað beið hennar – áralangar nauðganir og ofbeldi. Árið 2008 var henni svo bjargað af hópi sem berst gegn mansali í Mexíkóborg.

Karla í dag
Karla í dag

Karla hefur verið í stöðugum meðferðum til að vinna á þeim djúpu andlegu örum og ógeðfelldum minningum og er í góðum bata. Nú ferðast hún um heiminn til að hjálpa og ráðleggja fórnarlömbum og hefur jafnvel hitt Francis páfa í Vatíkaninu til að vekja athygli á þessum málum.

Auglýsing

Vill Karla sérstaklega vekja athygli á kynlífsiðnaðinum í Mexíkó þar sem um 20.000 konur bætast í iðnaðinn á ári hverju. CNN segir frá að Karla sé ekki bara að lifa af heldur þrífst hún vel sem baráttukona gegn mansali og nútíma þrælahaldi og fyrir mannréttindum þessara fórnarlamba.

Sýndi hún fréttamanninum mynd af sér þegar hún var 12 ára og sagði: „Þeir börðu mig með prikum, þeir börðu mig með köplum og þeir börðu mig með keðjum. Þeir neyddu mig í vændi aðeins 12 ára gamla. Fólk hló að mér þegar ég grét. Ég þurfti að loka augunum til að sjá ekki hvað væri verið að gera við mig.“

Mexíkóborg
Mexíkóborg

Sumir af níðingunum sem nauðguðu henni voru, að hennar sögn, lögreglumenn í búningum, dómarar, prestar og kirkjunnar menn: „Mér fannst þeir ógeðslegir. Þeir vissu alveg að við værum undir aldri – við vorum ekki einu sinni þroskaðar. Við vorum sorgmæddar á svipinn.“

Í dag er Karla þakklát sínu nýja lífi og segir: „Í dag hlustar fólk á mig. Það er stór munur.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!