KVENNABLAÐIÐ

Ef ég nenni – í frábærum flutningi Magnúsar Hafdal, Ívars Daníel og Birgis Sævarssonar

Félagarnir Magnús Hafdal, Ívar Daníels og Birgir Sævarsson skelltu í acapella útgáfu af jólalaginu Ef ég nenni sem Helgi Björns hefur gert frægt. Myndbandinu hefur verið deilt í gríð og erg á samfélagsmiðlum og Sykur heyrði í Ívari:

„Við Magnús höfum spilað saman núna í ca 3 ár og hefur Birgir verið okkar þriðji maður í hinum og þessum verkefnum sem við höfum verið bókaðir í, við höfum allir þekkst lengi og spilað gríðarlega oft saman.

Tilefnið var ekkert sérstakt annað en að við fórum til Eyja í gær að spila fyrir heimamenn, áttum dauðan tíma á hótelinu þar sem við ætluðum á tónleika í Höllinni fyrir giggið okkar, þar voru Sigga Beinteins, Helga Möller og Stefán Hilmarsson ásamt svaka bandi, þannig við nýttum dauða tímann til að henda í eitt acapella, Ef ég nenni.

Auglýsing

Þetta var bara ákveðið allt í einu þegar við vorum að dressa okkur upp, þá kom hugmyndin að taka acapella jólalag, ekkert flóknara en það“, segir Ívar.

Við rauluðum fram og aftur, hin og þessi lög svo kom þetta allt í einu upp í kollinn á mér og við hentum í sameiningu í þessa útfærslu af annars yndislegu jólalagi Helga Björns.

Hlustið, horfið og njótið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!